Kosningafundir ríkissjónvarpsins snúast mest um leiðigjörn og gamaldags mál fjórflokksins. Lítið hefur þar enn verið fjallað um einkavæðingu spítala og skóla, einkavæðingu auðlinda, fiskveiðistjórnun. Nánast ekkert um uppkastið að stjórnarskrá. Það var þó stóra málið á kjörtímabilinu og felur í sér ótal umbætur af lýðræðislegum toga. Ekkert er minnst á umhverfisvernd, né heldur um stöðu bankanna í samfélaginu. Fjögurra ára gamalt bankahrun hefur enn ekki verið gert upp. Meðan pólitíkusar komast upp með að flagga nýrri útgáfu gamall loforða á borð við peningagjafir til húseigenda. Helzt til eigenda stórra einbýlishúsa.