Píratar snerta streng hjá mörgu ungu fólki, sem sumt mundi ella ekki mæta á kjörstað. Það er flott. Greinilegt er, að píratar starfa eins og flokkur og geta háð kosningabaráttu í nýmiðlum á veraldarvefnum. Framtíðin er þarna, hálsar góðir. Lýðræðisvaktin minnir frekar á klúbb miðaldra vitringa, sem allir þekkja að góðu einu. Eiga hins vegar erfitt með svo veraldlegan hlut sem rekstur kosningabaráttu. Voru seinir í gang og seinir að komast á flug. Ég tel þó, að Vaktin muni fyrir rest ná inn þingmönnum. Líka Dögun, þegar fleiri átta sig á, að loforð Framsóknar eru ósvífin sjónhverfing og lygi.