Fjórflokkurinn er ágætt hugtak, sem skýrir vel áratuga kyrrstöðu íslenzkra stjórnmála. Flokkarnir eru ekki alltaf þeir sömu, en þeir eru alltaf fjórir plús einn. Bófaflokkarnir tveir eru kjarni fjórflokksins og hafa að mestu ráðið landstjórn um áratugi. Eru nú meiri sérhagsmunaflokkar auðs og kvóta en nokkru sinni fyrr. Bjánaflokkarnir tveir eru svo stjórnarandstaðan í fjórflokknum. Flytja ágætar hugmyndir og tillögur, en hafa ekki bein í nefi til að knýja þær fram. Ekki einu sinni þegar þeir skipa ríkisstjórn. Vesöld þeirra svíður fólki sárast, þegar það er hrakið til liðs við nýju flokkana.