Birting skoðanakannana hefur áhrif á úrslit kosninga. Og hvað með það? Víða sé ég texta, þar sem menn lýsa áhyggjum af þessu. Ég deili þeim ekki. Allar fréttir hafa áhrif á úrslit kosninga. Þær mega gera það. Því meiri fréttir, þeim mun upplýstara er fólk. Eða getur verið það, ef það kærir sig um. Ekki veitir af, að fólk hafi aðgang að sem mestum og beztum upplýsingum. Óhætt er að treysta þeim, þegar gott samræmi er milli kannana samkeppnisaðila. Við höfum sem betur fer aðgang að úrvali kannana. Hugmyndir um að banna birtingu þeirra í nokkra daga fyrir kosningar eru paranoja taugaveiklaðra málsaðila.