Undrandi útlendingar

Punktar

Egill Helgason vekur athygli á, að erlendir blaðamenn eru hissa á óvinsældum ríkisstjórnar Íslands. Þeim finnst hún hafa “staðið sig vel – með lítið atvinnuleysi, lítinn ríkissjóðshalla og nokkurn efnahagsbata.” Rétt er það miðað við venjuleg viðmið á vesturlöndum, menn skoða atvinnu, ríkishalla og hagvöxt. En fleira hangir á spýtunni. Stuðningsfólki ríkisstjórnarinnar var lofað aðgerðum í stjórnarskrá, afskriftum húsnæðislána og upplýsingafrelsi, sem runnu út í sandinn. Á alþingi gáfust stjórnarsinnar upp fyrir taumlausri frekju bófaflokkanna. En að mestu byggjast óvinsældirnar á heimsku kjósenda.