Lygin – ekki menntunin

Punktar

Umræðan um meinta menntun Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar snýst um lygina, en ekki um gildi menntunar. Mér finnst eins og mörgum öðrum varhugavert að fá forsætisráðherra, sem er fjórsaga um menntun sína. Getur ekki einu sinni logið einfalt og skipulega um hana, heldur hrekst úr einni lygi í aðra. Við sjáum beint samband milli þessa og sjónhverfinga Framsóknarformanns um að kasta hundruðum milljarða í peningaþyrsta einstaklinga. Fremsti sölumaður snákaolíu í landinu lýgur bæði um menntun sína og fyrirhugaðar gerðir sínar sem forsætisráðherra. Því miður hafa hinir peningaþyrstu slökkt á heilanum.