“Brjálæði er að endurtaka sama hlutinn aftur og aftur og vænta annarrar niðurstöðu.” Gott spakmæli, þótt ekki sé eftir Albert Einstein eins og sumir telja. Íslendingar eru mikið fyrir að endurtaka sig. Við höfum sára reynslu af ofkeyrslu í atvinnu og lántökum. Með tilheyrandi verðbólgu og að lokum með hruni. Nýjasta dæmið um slíkt er frá 2008. Nú eru Sjálfstæðisflokkur og Framsókn enn að bjóða sama “allt á fullt og ekkert stopp”. Lofa að sáldra yfir þjóðina peningum, sem ekki eru til. Allir skulu grilla bara og græða. Vonin mun þó ekki rætast, heldur er sama, gamla hörmungin bara endurtekin.