Glæpsamleg heimska er að kjósa yfir sig Sjálfstæðis og Framsókn aðeins fimm árum eftir hrun. En líka er vont að kjósa Samfylkinguna og Vinstri græn. Það er eins og að kasta atkvæðinu í ruslatunnu. Höfum reynslu af því. Þessir ræflar hafa ekki bein í nefi til að standast frekju og yfirgang bófaflokka, sem telja það vera rétt sinn að ráða öllu. Þess vegna sviku Samfylkingin og Vinstri græn stjórnarskrána og þjóðareign auðlinda. Betra er að kjósa nýja flokka en þá, sem við vitum að eru gagnslausir. Taktísk atkvæðagreiðsla af ótta við of rýrt fylgi nýflokka er næsti bær við eyðileggingu atkvæðisins.