Góð staða ríkisins

Punktar

Þótt sumt hafi farið illa á ferli ríkisstjórnarinnar, hefur hún gert fjármál ríkisins heilbrigð að nýju. Hagnaður er af rekstri ríkisins aldrei þessu vant, þótt flest vestræn ríki búi við halla. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hefur reiknað þetta. Þegar fjármagnsliðir eru reiknaðir inn, kemur út 1% halli hér, en 7% í Bretlandi og Bandaríkjunum. Þetta sýnir, sem sífellt er að koma betur í ljós, að vinstri stjórnir eru sparsamari en hægri stjórnir. Það er líka gott, að vinstri stjórnin hér búi í haginn fyrir verðandi sukk hægri stjórnar undir forustu Framsóknarflokksins, sem lofar fólki gullregni.