Kosningar auðfólksins

Punktar

Sigurvegarar kosninganna á laugardaginn verða hinir ríku. Er urðu ríkir á aðgangi að fjármagni og annarri fyrirgreiðslu, sem almenningi er ekki opin. Loforð Framsóknar og Sjálfstæðis snúast um flatar gjafir, sem lenda að mestu leyti hjá ríkum vinum silfurskeiðunga. Kúgaðir fátæklingar ættu að mótmæla kosningaloforðunum. Þau fela í sér hótun um tilfærslu tugmilljarða króna til yfirstéttar og höfuðborgarsvæðis. Aularnir skilja þetta ekki, heldur þramma í breiðfylkingum til örlaga sinna. Halda, að Framsókn og Sjálfstæðis muni galdra fram að nýju blessað árið 2007, þegar þjóðin djammaði á dýrum lánum.