Kannanir þróast notalega

Punktar

Þróun skoðanakannana síðustu daga hefur verið notaleg. Fylgi bófaflokkanna tveggja dalar í takt. Með sama framhaldi verða Sjálfstæðis og Framsókn búin að glata stjórnarmeirihlutanum, þegar birtir af degi. Versta hugsanlega útkoman er meirihluti þingmanna hjá bófaflokkum silfurskeiðunga, sem berjast fyrir bættum hag auðstétta á kostnað almennings. Kannanir síðustu daga sýna, að sú niðurstaða er ekki sjálfgefin. Skipting þeirra, sem ákveða sig núna, er önnur en skipting þeirra, sem áður voru ákveðnir. Enn á þriðjungur okkar eftir að ákveða sig og þeir geta hindrað yfirtöku bófaflokka á samfélaginu.