Skoðanakannanir reynast meira eða minna skældar að þessu sinni. Aðferðafræði gamalla tíma hentar ekki nýjum kringumstæðum. Þegar ég skipulagði kannanir fyrir fjörutíu árum, höfðu allir heimasíma, enginn hafði gemsa eða skype. Og nú skoða enn ekki allir tölvupóst daglega. Þá var hægt að ætla, að óákveðnir kjósendur hefðu næstum sömu skoðanir og ákveðnir. Þá náðist í miklu stærri hluta úrtaks. Ég vildi ekki vera könnuður eða ritstjóri núna, þegar allt er í deiglu, framboð fjölmörg og þriðjungur gefur ekki upp hug sinn. Býst við, að sumar tölur, er koma upp úr kössunum í nótt, muni koma mörgum í opna skjöldu. Fínasta mál.