Sjaldan hefur verið eins spennandi að bíða eftir kosningatölum. Meira en þriðjungur kjósenda hafði ekki gert upp hug sinn í gær. Þetta fólk hugsar vonandi öðruvísi en þursar, sem kusu snemma þá flokka, sem þeir hafa alltaf kosið í blindni. Nokkrir flokkar voru í gær á jaðri þess að ná inn þremur mönnum hver og ná vonandi allir inn í dag. Haldið þið ekki, að munur væri að hafa svo sem tólf þingmenn af nýjum listum? Altjend er ljóst, að í því tilviki gætu bófaflokkar Sjálfstæðis og Framsóknar ekki myndað ríkisstjórn. Í þágu kvótagreifanna og auðstéttanna, forréttinda og pilsfaldakapítalisma.