Þriðja lögmál Jónasar

Punktar

Athyglisvert er, að Samfylkingin fer mun verr út úr kosningunum en Vinstri græn, missa meira en helming fylgisins. Skýringin gæti verið, að hjá Vinstri grænum lukkuðust formannaskipti, en ekki hjá Samfylkingunni. Athyglisvert er líka, að fylgi Pírata úr könnunum skilaði sér ekki í kjörklefum. Unga fólkið þar nennir að tjá sig, nennti ekki að kjósa. Það er nefnilega reginmunur á að tala og að gera. Þetta lögmál Jónasar nr.3 gildir líka um Framsókn. Þegar bjánarnir koma þangað með betlibaukinn og bíða eftir fossi peninga, þá kemur enginn foss. Það var bara loforð og þau hafa ætíð verið á föstu gengi, 0,00.