Vandi Bankasýslu ríkisins er ekki, að hún fylgist með bankabófum, heldur að hún lítur ekki eftir þeim. Sami vandi og Fjármálaeftirlitsins. Stofnanir þessar eru gegnsýrðar hugsunum bankabófa. Lausnin er ekki að afnema þær, heldur skipta um hugarfar í þeim. Setja þar inn siðfræðinga og heimspekinga, sem hafna rugli manna eins og Gunnars Helga Hálfdanarsonar. Bankasýslan og Fjármálaeftirlitið hafa misst inn hreinræktaða bankabófa sem bankastjóra og bankaráðsmenn. Bankavandi okkar er, að ríkisstjórninni láðist að skipta út í bönkunum, sem settu okkur á hausinn. Mistókst að setja þar inn normalt fólk