Forseti Íslands getur ekki bundið hendur nýrrar ríkisstjórnar með kröfu um aukinn meirihluta. Orð hans um víðara traust eiga sér enga stoð í lögum. Ríkisstjórn styðst við meirihluta Alþingis, punktur. Ef Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur mynda ríkisstjórn, þarf hún ekki að taka upp einhver mál annarra flokka til að fá aukið traust. Það er á valdi þingmeirihluta hennar eins að ákveða, hversu mikið er hlustað á minnihlutann. Ólafur Ragnar Grímsson er enginn úrskurðaraðili um slíkt. Ástæða er að vara við ítrekuðum flugeldasýningum hans í afskiptasemi af eðlilegu ferli löggjafarvaldsins.