Taparinn vill respekt

Punktar

Bjarni Benediktsson á bágt. Hefur í tvígang teflt Sjálfstæðisflokknum í verstu kosningaúrslit sögunnar. Flokkur, sem áður sló ítrekað yfir 40%, er nú að festast í um það bil 25%. Í því felst ósigur. Fyrr í vetur fylltist æðstaráð flokksins hroka og sigurvissu, sem lýsti sér síðan í sérstæðum landsfundi og skrautlegum ályktunum. Bjarni var of hlýðinn bílstjóranum í aftursætinu. Davíð Oddsson stjórnaði ferð hans út í einstrenging. Nú lætur Bjarni sem hann sé móðgaður, því að Sigmundur Davíð hagar myndun stjórnar með ró að hætti sigurvegarans. Taparinn þykist eiga skilið meiri respekt.