Vonandi setja pólitíkusar Sigmundi Davíð það skilyrði, að skattgreiðendur verði ekki látnir borga sjónhverfingar hans. Og ekki heldur með milligöngu Íbúðalánasjóðs. Pólitíkusarnir fallist á afskriftir af lánum bara á kostnað svokallaðra hrægammasjóða, ekki á kostnað innlendra aðila. Þannig er hægt að hemja tjónið af loforðinu. Annars fer allt á hlið og allir tapa, mest þeir, sem ganga til samstarfs við formann Framsóknar. Sigmundur Davíð hefur bara fjórðungs fylgi; maður verður að vona, að samstarfið haldi aftur af glæfrum hans. Kostur við samstjórnir er, að þær auka líkur á raunsærri málsmeðferð.