Gylfi hótar þjóðarsátt

Punktar

Ég fær kvíðaherping í magann, þegar ég sé umba stóriðju, Gylfa Arnbjörnsson verkalýðsrekanda, í sjónvarpi. Í gær var hann að hóta enn einni þjóðarsátt um hagsmuni stórfyrirtækja. Hvaðan hefur hann þetta áhugamál? Ekki frá fólki í verkalýðshreyfingunni, það er mér ljóst. Að venju talar Gylfi fyrir hönd og málstað atvinnurekenda, sem vilja frið fyrir launakröfum. Hleypur með þetta í sjónvarpið án þess að spyrja neinn í verkalýðshreyfingunni. Þar með staðfestir Gylfi, að verkalýðshreyfingin hefur engan eigin vilja. Endurómar bara það, sem vinirnir í vinnuveitendasambandinu og lífeyrissjóðunum vilja.