Söltum Evrópuaðild

Punktar

Ég hef alltaf verið stækur Evrópusinni, vildi beint í sambandið, burtséð frá viðræðum um hina og þessa kafla. Taldi það beztu leiðina undan áþján lélegra pólitíkusa og kontórista á Íslandi. Tel regluverk Evrópu vera það bezta, sem við höndlum af nútímanum. Hins vegar tel ég óráð að ganga í bandalagið núna. Það horfist í augu við mistök í evru, Schengen, Maastricht og stjórnarskrá. Sambandið þarf að læra af reynslu, breyta þessum plöggum og semja peninga- og bankasamning. Áður en það getur tekið við fleiri ríkjum. Heppilegt er, að viðræðurnar við Evrópu verði saltaðar og við þýðum áfram evrópskt regluverk.