Því lengur, sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er að koma sér að verki, þeim mun meira eflist grunurinn. Því lengri sem formáli viðræðna er, því líklegra er, að reiknivinnu hafi skort að baki loforðs. Gefið er í skyn, að hann eigi í spjalli við Bjarna Benediktsson, en Bjarni neitar, að svo sé. Allt mjög skrítið, en Sigmundur segist ætla að byrja að díla núna um helgina. Í dag er liðin vika frá kosningum og því tímabært orðið að byrja. Sigmundur reynir að vinna tíma til að fá dæmið reiknað með því að þykjast vera í undirbúningi viðræðna. Gerði hann ekki ráð fyrir að þurfa að reikna út loforðið stóra?