Fídus í Hafnarbúðum

Veitingar

Mar í Hafnarbúðum er fídus fremur en matreiðsla. Sögð frá Suður-Ameríku og Miðjarðarhafslöndum. Einkennisréttur staðarins er piadina, stökkt flatbrauð úr hveiti og olífuolíu, ættað frá Emilia-Romagna á Ítalíu. Brotið yfir volgt innlegg. Prófaði eina með léttsöltuðum þorski (2000 krónur), aðra með þremur litlum humrum (2500 krónur), hvort um sig hádegismatur. Kakan var í lagi, en þorskurinn lélegur, að minnsta kosti í samanburði við gæðastaði í 101. Hefði sennilega átt að prófa eitthvað dýrara. En nenni ekki að fórna peningum til að kanna eldhúsið til botns. Sýnist þetta vera hefðbundin túristagildra.