Í gamla daga SÖGÐU fréttamenn sannar sögur. Þegar sjónvarpið kom, fóru þeir að SÝNA sannar sögur. Þáttaskil voru sögð hafa verið í fyrra Persaflóastríði Bandaríkjanna. Fréttir CNN voru taldar sanna yfirburði þess að sýna fréttir í stað þess að segja þær. Var rugl, stríð CNN fólst í talandi hausum í garði Hilton í Rijad í Sádi-Arabíu. Við lásum svo löngu síðar í bókum, að þetta var sýndarstríð, CNN hafði sýnt skjámyndir úr tölvuleikjum. Svo kom vefurinn og menn fóru aftur að segja fréttir, fremur en að sýna þær. Sjónvarpið hafði komið og farið sem fréttamiðill, enda er það fyrst og fremst skemmtimiðill.