Þrennt stendur upp úr viðræðum silfurskeiðunga í ættarbústaðnum. Verið er að finna leið út úr loforðavanda Framsóknar, búa til hókus-pókus um skuldavanda heimilanna. Verið er að ákveða fækkun skattþrepa, sem silfurskeiðungar kalla einföldun skattkerfisins. Þannig færa þeir Ísland nær löndum Sovétríkjanna sálugu og Sádi-Arabíu. Í þriðja lagi skiptir miklu hin sálræna yfirlýsing um fundarstað í ættarbústað. Ættirnar, sem eiga ríkið, hafa endurheimt völdin og falið silfurskeiðungum sínum að semja um helmingaskiptin. Umbar auðgreifa og kvótagreifa eru að gera díl. Gamla Ísland er komið aftur í boði kjósenda.