Fyndið puð kjósenda

Fjölmiðlun

Fyndnast í kosningabaráttunni var áhugi fólks og fjölmiðla á stefnu flokka. Fólk, sem tók sig alvarlega, safnaði gögnum um loforð flokka og bar saman. Fjölmiðlar ýttu undir með hugvitsamlegum aðferðum við að samkeyra loforð flokka og væntingar kjósenda. Glæsilegir voru langir listar spurninga, sem áttu að skera úr um, hvar í flokki fólk ætti heima. Samt var allt þetta puð marklaust og tilgangslaust og allir máttu vita það, sem vita vildu. Aldrei er neitt samband milli orða og gerða. Loforð flokka eru einskis virði. Áhugi fólks og fjölmiðla á loforðum eru merki um alkunna pólitíska þjóðarheimsku.