“Hvítvín með humrinum” er orðið helzta slagorð Sjálfstæðisflokksins. Þótt umtalsverður fjöldi lepji dauðann úr skel, er ekki hægt að ætlast til að ættarlaukar bíði mánudags. Er búsáhaldabyltingin komst á skrið um áramótin 2008-2009, var helzta þingmál Flokksins að auka frelsi til vínsölu. Hugsjón þessi náði þá ekki fram að ganga, en nú er öldin önnur. Silfurskeiðungar eru að ræða stjórnarmyndun. Enn setur því ungliðahreyfing Flokksins frelsismálið mikla á dagskrá. Flestum þykir sjónarmiðið léttúðugt, miðað við erfiðleika almennings. Gott dæmi um, að tvær þjóðir búa í tveimur heimum í litlu landi.