Alexander Hjort í framhaldsþættinum Borgen er dæmigerður fyrir markaðshyggju á kostnað ritstjórnar. Spennan milli hans og Torben Friis fréttastjóra er menúett, sem víða er stiginn á ritstjórnum. Í þættinum snerist það um, hvort Hjort mætti poppa upp umræðuþátt flokksformanna í sjónvarpi. Frægasta dæmið um dansinn var Mark Willes, sem varð útgáfustjóri Los Angeles Times. Hugðist auka söluna um hálfa milljón kaupenda með markaðshyggju. En tapaði hálfri milljón kaupenda. Siðleysið rústaði þessu áður fræga dagblaði. Sumt í Borgen snýst óbeint um spennu raunverulegs valdatafls og það eykur gildi þáttanna.