Veruleikafirrt kauptilboð

Punktar

Tilboð í hlutabréf benda til, að margir hafi lítið lært af hruninu. Einkum standa eftirlitsaðilar sig illa. Leyfa mönnum leggja fram kauptilboð upp á milljarð króna, þótt ljóst sé, að þeir séu engir borgunarmenn. Er að verða eins og í aðdraganda hrunsins, þegar græðgin hljóp með braskarana í gönur.  Markaðsverð hlutabréfa endurspeglar veruleikafirringu þeirra. Hún mun fyrr eða síðar koma í kennitöluflakki niður á þjóðinni. Hér á landi eru menn svo áhættufíknir, að eftirlit þarf að vera óvenjulega strangt. Það er hlutverk eftirlits að hindra siðblinda fíkla í að hleypa öllu aftur í bál og brand.