Hallgrímur Óskarsson samskiptafræðingur telur, að meira en áður sé um, að fólk hugsi mest um sjálft sig. Það er “ég um mig frá mér til mín” kynslóðin. Um hana er fjallað á nýjustu forsíðu Time, “Me-Me-Me” kynslóðin. Þetta fólk hugsar minna um heildina og meira um, hvað það hafi sjálft út úr hlutunum. Sjálfhverft fólk er mjög veikt fyrir innantómum loforðum, sem fela í sér eftirgjöf skulda. Þannig vann Framsókn þingkosningarnar. Vegna sjálfhverfu eru kjósendur ófærir um að gegna hlutverki sínu. Þeir hlaupa bara eftir þeim, sem leiða þjóðina “veginn til vítis”, sem “varðaður er góðum áformum.”