Evrópusambandið er helzta brjóstvörn mannkyns gegn ofbeldi ofurforstjóra, sem telja fyrirtæki sín ofar þjóðríkjum. Heldur uppi skæruhernaði gegn ósæmilegum viðskiptaháttum risafyrirtækja á borð við Google, Microsoft og Apple. Eltir líka fjármagn fyrirtækja, sem telja sig geta borgað skatta að eigin mati á stöðum að eigin vali. Risafyrirtækin stefna siðblint að einokun og einkaleyfum. Reyna að þrengja kosti neytenda, en Evrópusambandið teflir mótleiki. Hefur ítrekað aukið réttindi flugfarþega gagnvart yfirbókunum og seinkunum. Kemur Íslendingum að gagni, þótt óbeint sé. Og ver Evrópufriðinn.