Landsvirkjunarfroðan

Punktar

Við þekkjum tungutakið, froðuna og bullið. Hjá Landsvirkjun hljóðar það svo: “Auk þeirra ítarlegu umhverfisrannsókna og vöktunar sem Landsvirkjun hefur staðið fyrir er einnig unnið að úttekt á gildandi mati á umhverfisáhrifum Bjarnarflagsvirkjunar, með aðstoð ráðgjafa, þar sem tekið er tillit til tæknibreytinga og reynslu af rekstri jarðvarmavirkjana og umhverfisáhrifum þeirra sem komið hafa fram frá því að Skipulagsstofnun úrskurðaði um allt að 90MW Bjarnarflagsvirkjun árið 2004.” Þyrlað er upp ryki. Landsvirkjun reynir að hindra, að óháð umhverfismat leysi gamla, gallaða matið hennar af hólmi.