Létt og ljúft er að léttast, ef rétt er gengið til verks.
Leiðbeinandi námskeiðsins hefur í hálfa öld haft reynslu af tilhneigingu til offitu. Oftast verið í hæfilegum holdum, en stundum rambað upp á við, mest í 125 kíló.
Hef reynt ýmsar aðferðir við að bæta úr þessu og gengið misjafnlega. Fyrir um það bil fjórum árum komst ég á rétt spor og léttist um 35 kíló á þremur árum. Hef haldið þeim árangri síðan.
Niðurstaða mín er, að til sé létt og ljúf leið til að ná hóflegri líkamsþyngd. Hún byggist á samspili ýmissa þátta, sem sagt er frá í þessum fimmtíu fyrirlestrum.
Kennt er í myndskeiðum 50 fyrirlestra, þar sem nemendur geta séð 50 fyrirlestra, heyrt þá og lesið eftir sinni hentisemi.
Ennfremur felst námið í daglegum tölvusamskiptum nemanda og leiðbeinanda. Samskiptin standa yfir í tvo mánuði á hverju námskeiði.
Hægt er að velja fyrirlestrana eingöngu eða fyrirlestrana að meðtöldum verkefnum og daglegum samskiptum við leiðbeinanda.