Mælt með skattþrepum

Punktar

Samkvæmt Efnahags- og framfarastofnuninni OECD sker Ísland sig úr löndum, sem lentu í fjármálakreppu. Hér hélst óbreytt bil milli ríkra og fátækra, en í öðrum löndum jókst það. Efnamenn héldu til dæmis sínu á Spáni og Ítalíu, en fátækir látnir taka kreppuna á sig. Munurinn felst í, að þar var velferð skert. Hér reyndi ríkisstjórn að verja fátæka, einkum með hærri skattþrepum á auðmenn. Skattþrep eru nú í flestum nálægum ríkjum, nema í Sádi-Arabíu og Austur-Evrópu. OECD hvetur til slíkra þrepa. Silfurskeiðungar hafa samt uppi hótanir um að afnema skattþrepin, að kröfu bófa Sjálfstæðisflokksins.