0137
Textastíll
Greinin skrifuð II
Sérútgáfa fyrir lýsingar:
1. Forsagan, hvernig mótaði hún viðfangsefnið?
2. Einkenni (kemur í stað sögusviðs)
A. Hvernig eru þau öðruvísi en venjulega, hvað mundi sýna það?
B. Hvernig eru þau eins og venjulega, hvað mundi sýna það?
3. Gildi og staðlar (kemur í stað orsaka)
A. Hver eru gildi viðkomandi aðila, hvernig stýra þau gerðum hans?
B. Eru þessi gildi önnur en eða svipuð og hjá öðrum í svipaðri stöðu?
C. Hvaðan koma þessi gildi og staðlar?
4. Áhrif
A. Hvernig áhrif hefur viðfangsefnið á umhverfið, jákvæð og neikvæð?
B. Hvernig áhrif hefur umhverfið á viðfangsefnið, jákvæð og neikvæð?
5. Gagnverkanir
A. Hvernig bregst fólk við þessu viðfangsefni og gildum þess?
B. Hvernig bregst viðfangsefnið við þessum viðbrögðum fólks við því?
6. Framtíðin
A. Hvaða augum lítur viðfangsefnið á framtíð sína.
B. Hvaða augum líta aðrir á framtíð viðfangsefnisins.
Annað stig:
Forgangsraðaðu.
Eftir forgangsröðun verður til ný áætlun, einfaldari áætlun, sem snýst aðeins um mikilvægustu atriðin.
(Blundell: Boomtowns, bls. 78-83)
Blaðamaðurinn verður að vera sveigjanlegur og geta endurmetið áætlunina smám saman á leið sinni um verkefnið. Flestar áætlanir virka vel, en óvænt atriði geta kallað á breytingar á þeim.
Betri saga verður til, þegar lögð hefur verið aukin áhersla á mikilvægustu þætti hennar með því að minni háttar atriði hafa verið tempruð eða látin eiga sig. Þetta gefur sögunni góða meginpunkta.
Þegar búið er að hreinsa megináætlunina er einum þætti bætt við listana hér að ofan. Sá þáttur heitir: Fókus og fólk. Sá kafli þvingar mig til að fara á vettvang og tala við fólkið, sem tók þátt í atburðunum, fremur en við sérfræðingana.
Þjálfari íþróttaliðs er ekki eins nálægur atburðum og leikmennirnir sjálfir. Forstöðumaður unglingahjálpar er ekki eins nálægur atburðum og unglingarnir sjálfir. Klerkurinn er ekki eins nálægur atburðum og söfnuðurinn sjálfur.
Fyrst þarftu oft að tala við Hina Vísu Menn. Það eru menn, sem reynslan sýnir þér að geta hjálpað til við að koma söguefninu í farveg. Þeir eru heimildir, sem koma ekki fram í sögunni. Þeir eru sjaldgæfir, en eru mikilvægasta vopn blaðamanns.
Næst þarftu líklega að tala við Pappírsmenn. Það eru menn, sem vinna fyrir stofnanir, samtök og fyrirtæki og hafa lesið ógrynni af skýrslum. Samtöl við slíka menn gefa oft betri innsýn, betri skilning á umræðuefninu.
Ef sagan er ekki um atburð, heldur er hún lýsing, þá er gott að tala við Prestinn. Það er ekki endilega prestur, heldur maður með reynslu og sambönd, sem getur gefið góðar ábendingar, sem Hinir Vísu Menn og Pappírsmenn hafa ekki séð.
Mér finnst best að byrja ekki að tala við fólkið sjálft fyrr en ég er búinn að gera mér betri grein fyrir umfangi málsins með því að tala við Hina Vísu Menn, Pappírsmenn og Prestinn.
(Blundell: Skriffinnarnir, bls. 87-89)
“Dalton Wilson er á góðu kaupi, hefur langan embættistitil og hreint skrifborð.”
Góð fréttamennska felst í að ná í staðreyndirnar, en góð greinamennska felst í að kunna að segja góða sögu. Til þess að segja góða sögu þurfum við að sýna viðmælandanum áhuga sem persónu, ekki sem sítrónu til að kreista.
Greinahöfundur þarf að gefa sér meiri tíma, verja hálftíma í tilviljanakennt spjall við heimildamann til að ná persónulegu sambandi við hann. Sögumenn líta á heimildamenn sem annað og meira en gagnabanka.
Marga blaðamenn þarf að draga frá símanum, af því að þeir eru aldrei vissir um, að þeir hafi náð öllu því efni, sem þeir telja sig þurfa. Oft stafar þetta af því, að þeir hafa trassað að gera áætlun um, hvernig þeir ætla að vinna.
Greinin skrifuð
Sjá nánar:
William E. Blundell: The Art and Craft of Feature Writing, 1988
Vísað er til greina í þeirri bók.