0306 Leit og kóðar

0306

Nýmiðlun
Leit og kóðar

Leit á vefnum er tvenns konar:
Fulltextaleit, t.d. Google.
Lykilorðaleit, t.d. Yahoo.
Í fulltextaleit er mikilvægt að nýta leitarskilyrðin vel, svo að þú drukknir ekki í niðurstöðunum.

Dæmi: Viljir þú finna texta um mig á vefnum, er best að leita nákvæmt: “Jónas Kristjánsson” NOT “prófessor” NOT “læknir” NOT “Guðmundur Jónas”. Annars færðu fullt af óviðkomandi efni.

Boolean rökfræði er undirstaða fulltextaleitar. AND, OR, NOT.
Ef leitartengingu er sleppt, gera flestir bankar ráð fyrir, að átt sé við AND. Mundu að nota gæsalappir í þeim bönkum, sem gera ráð fyrir notkun þeirra. “George W. Bush”, ekki George Bush.

Lykilorðaleit er stundum heppilegri. Heildin er þá skipulögð fyrirfram (Yahoo) eftir bókasafnfræðikerfi, en hún er smærri.
Raunar hafa bæði Google og Yahoo hvort tveggja, fulltextaleit og lykilorðaleit, en eru þekktust hvort fyrir sína tegund.

Er heimildin trúverðug?
Skiptir hún máli?
Annarlegir hagsmunir að baki?
Ákveðin sjónarmið að baki?
Hefur hún hæfni til að tjá sig.
Skoðaðu TLD, top-level domain, sem nær frá fyrsta punkti að fyrsta brotastriki (.hestur.is/).

Gættu þín á tilde: ˜
T.d. bgsu.edu/˜jfoust/.
Síðan er ekki á vegum háskólans BGSU, heldur kennarans J. Foust.
Athugaðu, að þú getur lent á öðru vefsvæði, þegar þú kafar niður í krækjur eins svæðis.
Hakkarar hafa skipt út efni svæða.

Margs konar vélbúnaður og hugbúnaður er notaður og þróast hratt.
Internetið (TCP/IP) er frá sjöunda áratug 20. aldar.
Vefurinn (HTML) er frá tíunda áratug 20. aldar (Tim Berners-Lee).

Einnig:
DNS: Domain name system.
FTP: File transfer protocol.
Newsgroups, chat.
IM: Instant messaging.
URL: Uniform resource locator.
HTTP: Hypertext transfer protocol.

Analog: Bylgjuhreyfing.
Digital: 1/0 stökkhreyfing.
Analog hljóði og mynd er breytt í digital form.
Texti, hljóð, mynd í sama formi.
Bit, bæti.

Texti: .txt, .doc, .rtf
Grafík: .gif, .tif, .pdf, .jpg, .eps
Hljóð: .aiff, .mp3, .ra, .mid
Sjón: .avi, .mov, .wmv, .mpg, .rm
Rich Media: .fla, .java
Bandvídd: mótöld, ISDN, ADSL, wi-fi, breiðband.
ISP: Internet service provider.

Fartölvur færanlegar, dýrar.
PC-Mac. Lítill munur, auðvelt að færa gögn á milli. Letur á skjá er oft aðeins minna á Mac en PC.
Gigaherz: Hraði á kubbi.
Floppy, CD-ROM, DVD diskar.
USB: Universal serial bus.
Vídeó-kort eru nauðsynleg.

Vafrar: Explorer, Safari, Opera.
Útlit breytist aðeins eftir vöfrum.
Plug-ins hjálpa vöfrum við að opna sérhæft efni: Vídeó, hljóð, rich content.
Hönnun (setur inn HTML):
WordPress, Dreamweaver.
Ritstjórn: Photoshop.

(HTML er létt forrit í textaformi, notar orð í stað talna.
SSS er flúðaforritun, sem auðveldar hönnun HTML-skjala.
W3C: World Wide Web Consortium. Samþykkir nýjar útgáfur af HTML. Nú er nr. 4.01.
Framtíðin: XHTML (extensible).

(XHTML: Extensible hypertext markup language. Er nánast eins og HTML nr. 4.01. Kóðinn er eins og í HTML. Þeir, sem kunna HTML, kunna líka XHTML.
Tags, start tags, end tags, standalone tags, attributes, parameters, comments.

(<html>: HTML skjal byrjar.
<head>: Fyrirsögn byrjar.
[Head info]: Upplýsingar í Head.
</head>: Fyrirsögn endar.
<body>: Megintexti byrjar.
[Body info]: Upplýsingar í Body.
</body>: Megintexti endar.
</html>: HTML skjal enar.)

(<BODY BGCOLOR=”red”>
Bakgrunnslitur ákveðinn.
<BODY TEXT=”black”>
Textalitur ákveðinn.
<BODY LINK=”blue”>
Tengingarlitur ákveðinn.
CSS (flúðaform) hefur að mestu leyst hefðbundið HTML af hólmi.)

(Þrír möguleikar:
Forhannaðir HTML taggar.
<font> og <p> taggar.
CSS flúðaform.
Með CSS er skilið sundur form og innihald.
Stílblöð (style sheets) finna mun á framsetningu mismunandi vafra.

(Hönnunarforrit: Dreamweaver, FrontPage, GoLive! gera þér kleift að fá það, sem þú sérð á skjánum (What you see is what you get). WordPress hefur orðið vinsælasta forritið í seinni tíð, er ókeypis og hefur ótal viðbætur. Forritin spara þér að skrifa kóða.)

(Árið 2013 voru flestir farnir að nota WordPress til að hanna heimasíður og aðrar meðfylgjandi síður. Aragrúi viðbóta er í boði við WordPress. Hvorki forritið né viðbæturnar kosta neitt. Hægt er byggja viðamikil netsvæði á þennan ódýra og einfalda hátt.9

Blaðamenn, sem átta sig á tækni vefsins, hafa betri möguleika á starfi en hinir, sem bara kunna hefðbundna fjölmiðlun. Vefurinn er vaxtarbroddur, en hefðbundin fjölmiðlun býr við óbreyttan eða rýrðan kost. Tækifærin eru fyrst og fremst á vefnum.

Sjá nánar:
James C. Foust: 
Online Journalism, 
2005