0312 Samþætting ritstjórna

0312

Nýmiðlun
Samþætting ritstjórna

Rannsóknir í Bandaríkjunum benda til, að margt ungt fólk sé frábitið fréttum og noti þær ekki. Það fái upplýsingar um gang mála fremur úr fréttatengdum skemmtiþáttum en hefðbundnum fréttum. Jay Leno og Daily Show. Kastljós?

Nú þarf að vekja athygli fólks á fréttum. Til þess þarf að beita ýmsum miðlum á ýmsan hátt. Menn þurfa að vera frumlegri, sveigjanlegri og fylgnari sér til að segja fréttir í mörgum miðlum, svo að þær nái til fleira fólks. Þessi breyting gerist of hægt.

Fréttamiðlar leggja ekki nóg fé í öflun frétta. Það fer í nokkrar stórfréttir, sem fréttamiðlar keppa um. Eftir stendur þörf hópa fyrir klæðskerasaumaðar fréttir. Til viðbótar við fjölmiðlun þarf að koma fámiðlun. Samþætting er eitt verkfærið til þess.

Fréttastofur forðast breytingar. Menning þeirra minnir á herinn. Blaðamenn neita að horfast í augu við samkeppni annarra tegunda fjölmiðla. Gamlar venjur eru lífseigar. Þetta hefur verið samþættingu fjötur um fót í hefðbundnum fjölmiðlum. Líka hér á landi.

Andstæðingar samþættingar segja samstarf ókleift vegna misjafnra menningarheima á misjöfnum tegundum fjölmiðla.
Fylgjendur samþættingar segja, að krafa almennings um fréttir eftir þörfum geri samþættingu brýna. Samþætting mistókst með NFS.

Því stærri sem fréttastofur eru, þeim mun valddreifðari eru þær. Dagblaðastofur eru oft stærri og því valddreifðari en útvarps- og sjónvarpsstofur.
Vinnan skiptist í ytri vinnu á vettvangi og innri vinnu á fréttastofu.

Fréttastofur dagblaða:
Flestar eru skipulagðar á svipaðan hátt. Yfirmenn eru tvenns konar: Fréttastjórar vinna með blaðamönnum, ákveða verkefni, fylgja þeim eftir.
Vaktstjórar endurskoða verk blaðamanna, koma þeim á prent.

Yfirmaðurinn er oftast fréttastjóri. Vaktstjórar eru á “deski”, einum eða fleirum eftir aðstæðum. Flestir vaktstjórar koma nálægt umbroti og próförk.
Blaðamenn á dagblöðum eru oft sérhæfðir, hafa hver sína sérgrein, t.d. löggu, dómstóla, borgarstjórn.

Fréttastofur sjónvarps eru meira miðstýrðar:
Verkefnastjórar úthluta verkefnum og fylgja þeim eftir.
Framleiðendur skipuleggja birtingu, höndla myndskeið.
Fréttamenn eru flestir almennir, ekki sérhæfðir.

Verkefnadeskurinn er miðlægur. Hann er brú yfir til fréttamanna á vettvangi og yfir til framleiðenda í vinnslusal. Verkefnastjórar eru mikið í símanum að afla frétta og halda sambandi við menn á vettvangi.

Framleiðendur ákveða sekúndufjölda hverrar sögu og staðsetningu hennar í fréttablokk. Þeir vinna með akkerum, sem segja fréttir og skrifa sumar sjálfir. Þeir vinna líka með tæknifólki í sal og stjórnstöð. Þeir fylgjast með öllum smáatriðum.

Sjónvarp krefst meira samstarfs en dagblöð. Sjaldgæfir eru altmúligmenn, sem gera allt sjálfir, taka myndir og vídeó, ritstýra myndefninu, skrifa handrit, tala yfir myndina og búa til samþætta sögu úr þessu. Breytt tækni hefur þó auðveldað þetta.

Útvarp er enn miðstýrðara en sjónvarp, af því að starfsfólkið er færra. Fréttamenn útvarps eru yfirleitt altmúligmenn. Þeir geta hlaupið í allt.

Mismunur miðla:
Ljósvakinn hefur mörg lokaskil, prentið ein, vefurinn sífelld. Prentið rúmar miklu meira efni. Hálftíma fréttir í sjónvarpi rúma aðeins tvær fréttasíður í blaði.
Fá dagblöð hafa verkefnastjóra.

Þeir, sem reyna í senn að vinna fyrir allar tegundir miðla, lenda oft í hremmingum, til dæmis tæknilegum, og skila oft frá sér efni, sem felur í sér skófluvinnu, endurtekningum milli miðla. Altmúligmaðurinn nær oft ekki tökum á neinum miðlanna.

Samþætting er margs konar, raðað eftir magni hennar, mest neðst:
Gagnkvæm kynning.
Hinn miðillinn sýndur.
Upplýsingum miðlað milli aðila.
Sameiginlegt efni.
Sameiginlegur verkefnastjóri stýrir teymum mismunandi fólks.

Í fullri samþættingu vinna saman teymi manna um að skipuleggja frétt, segja hana og birta hana. Teymin ákveða í leiðinni, hvernig fréttir eru sagðar á bestan hátt á prenti, í ljósvaka og á vef.

Sameiginlegur verkefnastjóri samþættra miðla stjórnar fréttafundi og ákveður, hver gerir hvað. Svara þarf spurningu um, hver sjái um fréttina í hvern miðil, hvaða tækni þurfi að útvega og hverjir séu skilafrestir.

Dæmi: Bæjarstjórnarfundur:
Fundur, hverfi, rannsókn, gröf.
Prentið dekkar sjálfan fundinn. Útvarp fer almennum orðum um hann. Sjónvarp fer í hverfið, sem er til umræðu. Vefurinn er með þetta allt og kemur til viðbótar með gagnvirknina við notendur.

Nýjustu fréttir (breaking news) eru oft unnar af einum manni með farsíma og vídeó. Hann sendir símamyndskeið á fréttastofuna, les upp fyrir afritara og kemur beint fram í útvarpi og sjónvarpi. Þegar málið heldur áfram, koma fleiri aðilar að verkinu.