0327
Nýmiðlun
Næsta bylgja I
Allir hefðbundnir fjölmiðlar hafa verið að tapa notendum. Fólk leitar að fréttum og heimtar fréttir frá ýmsum tegundum miðla á ýmsum tímum dagsins og á ýmsan hátt. Nú þarf að miðla til ólíkra sérhópa. Notendur skilja samþættingu og eru óhræddir.
ADSL og breiðband er víða komið. Slík tækni auðveldar stjórn af hálfu notenda. Það er við-miðlun. Hún er ögrun. Blaðamenn eru hræddir við samþættingu, því að hún dreifir valdi, færir saman fólk úr misjöfnum menningarheimum, prenti, ljósvaka og vef.
Samþætting er teymisvinna, sem krefst nýs hugarfars. Hugarfars þeirra, sem skipta milli sín í stað þess að keppa. Skipt er milli tegunda miðla og skipt er milli fjölmiðla og notenda, sem verða hluti af teyminu. Hefðbundin blaðamennska er úti í kuldanum.
Þú getur kallað þetta gagnvirka fjölmiðlun, þáttöku-fjölmiðlun, borgaralega fjölmiðlun eða félagslega fjölmiðlun. Samþætting verður milli fagmanna, höfunda annars vegar og amatöra hins vegar. Blaðamenn eru ekki lengur fullvalda yfirstétt.
Blaðamennska er ekki lengur fyrirlestur, heldur samtal. Í tvær aldir voru blaðamenn milligöngumenn þjóðfélagsins gagnvart valdinu. Það var fulltrúaræði. En í raun var prentfrelsi frelsi þeirra, sem áttu prentvél. Viðskiptahagsmunir réðu, ekki blaðamennskan.
Með tilkomu vefsins eiga allir prentvél, sem eiga tölvu. Borgaraleg blaðamennska er í burðarliðnum. Þetta er upplýsingabyltingin. Blog, podcast, wikinews og digg hafa fyllt upp í eyður hefðbundinnar blaðamennsku, sem er úr sambandi við umheim sinn.
Dæmi um gagnvirka fjölmiðlun:
* Fréttarásir, listserv, forums.
* Viðbrögð notenda. Stigagjöf.
* Blogg.
* Mob logs, farsímablogg.
* Samstarfsmiðlun, m.a. wiki.
* Podcast, vefútvarp.
30% notenda netsins hafa bloggað og 50% lesa blogg. Pólitísk blogg eru algeng, einnig dagbækur. Nýjasta skráning er jafnan efst. Blogg gerir kleifa gagnvirkni milli bloggara og notendahóps hans. Sum blogg eru ekki grasrót, heldur fölsuð, eru pólitík/sölumennska.
Blaðamenn blogga. Mörk blaðamennsku og bloggs hafa orðið óskýrari. Sumt blogg er blaðamennska, annað ekki. Blogg er eins konar samtal, lífrænt. Blogg hefur líka verið kallað tilviljanakennd blaðamennska.
Hugbúnaður fyrir blogg gerir það að ódýrustu miðlun, sem til er. Sumir þjónustuaðilar bjóða ókeyps efnisstjórnarhugbúnað. Þá geta bloggarar fyllt í forskrifuð pláss á heimasíðu.
www.mbl.is/mm/blog/
blogg.visir.is/
Flest blogg notar RSS, sem leyfir bloggurum að bjóða stutt rop með tengingum handa þeim, sem skrá sig og nota fréttalesara. Í stað þess að tékka tugi af einstökum bókmerktum bloggum hvert fyrir sig er hægt að hópa uppáhaldssvæðum saman í pakka.
RSS gerir mönnum kleift að hraðvæða lestur sinn á bloggi. Flestar fréttastofnanir og “ofurbloggarar” búa til RSS útgáfur af vefefni sínu. RSS er orðið helsta tækið til að notendavæða fréttir og upplýsingar.
Við-miðlar í bloggi:
* Álit
* Síun og ritstjórn
* Staðreynda-eftirlit
* Grasrótar-fréttaflutningur
* Fréttir með áliti
* Opnar fréttir og eftirlit jafningja
Miðlar og pólitískt álit
Frægust blogga eru hin pólitísku, sem líkjast kjallaragreinum um málefni líðandi stundar eða virka eins og vitavarsla. Minnir dálítið á talstöðvar, “talk radio”. Margir bloggarar, sem hafa álit, vinna oft við að tékka fréttir fjölmiðla.
Mikið af bloggi felst þó í persónulegum árásum undir yfirskini aðhalds.
Dæmi um sannreynslu bloggara sýna þó þörf fólks fyrir aukið gegnsæi fjölmiðla. Getur leitt til betri blaðamennsku. Sumir kalla það “open-source” blaðamennsku.
Stundum eru hefðbundnir fjölmiðlar seinir að taka við sér í viðkvæmum málum. Stundum virkar samfélag bloggara eins og “lynch mob”, froðufellandi skríll. Hefðbundnir fjölmiðlar nota oft blogg-amatöra sem hluta af framboði sínu, blandað við fagmennsku.
Bloggarar eru farnir að sameina hverfi, svæði, úthverfi, litla bæi. Þeir eru þar sem engir blaðamenn koma. Þeir segja fréttir af fundum bæjarstjórnar. www.bb.is/ á Ísafirði er slíkt dæmi. Allir geta skráð sig og sagt fréttir og skoðanir. Þar koma líka auglýsingar inn.
Fyrir utan svæðisbundin samtök um blogg eru líka samtök áhugafólks um stjórnmál og félagsmál, viðskipta- og tæknihópar, hugsjónasamtök og trúarsamtök. Podcast og blogg eru að þróast í nýja bylgju blaðamennsku almennra borgara.
Blaðamenn og blogg:
Blogg er ekki framtíð blaðamennsku, heldur nútíð. Passar ekki í hefðbundin form, minnir meira á nótubók blaðamanns. Deilur hafa risið milli fyrirtækja og blaðamanna um blogg þeirra utan áhrifasvæðis fjölmiðilsins.
Dæmi um samstarf:
* Staðbundnum bloggurum falið að sjá um sumar fréttir.
* Bréf til blaðsins sett upp eins og blogg.
* Lesendum leyft að endurskrifa fréttir.
*Fréttakort og fundir bloggaðir.
Nokkrir þekktir íslenskir bloggarar hafa tekið sig saman á eyjan.is.
Óháðir bloggarar í Greensboro hafa tekið sig saman á greensboro101.com, þar sem eru nokkrar málsgreinar eftir hvern og síðan tengt á síður þeirra sjálfra.
Sjá nánar:
Janet Kolodzy: Convergence Journalism, 2006
Stephen Quinn & Vincent F. Filak: Convergent Journalism, 2005