0334
Nýmiðlun
Tækni grasrótar
Fólk er ritstjórar og lítur á netið sem fréttastofu sína. Menn ákveða, hver fyrir sig, hvað þeir birta og birta ekki. Menn velja sjálfir. Bloggarar hafa haft áhrif: “Ekki er hægt að sprengja Afganistan til steinaldar. Landið er þegar komið á steinöld.”
Á tíunda áratugnum var netið fyrst og fremst “read only”. 1999 kom “breyttu þessari síðu.” Flestir verða áfram fréttaneytendur, en tæknin gefur þeim meira val. Og fréttir eru það, sem við gerum úr þeim.
Tæki grasrótarinnar ná frá einföldum póstlistum, þar sem allir á listanum fá öll skilaboð; yfir blogg, þar sem nýjasta færsla er efst; yfir flókin kerfi innihaldsstjórnar til að stýra birtingu; yfir sambirtingar, þar sem allir geta gerst áskrifendur að öllu; GSM.
Vefurinn gerir kleif skilaboð frá mörgum til margra, fáum til fárra. Úr þessu verður net samskipta. Munurinn á sendendum og viðtakendum hefur minnkað. Úr þessu verður samtal, þar sem grasrótin er alveg nauðsynleg.
Póstlistar og fréttahópar: Gamalt í hettunni og hefur ekki minnkað. 1. Yfirleitt er þetta þröngvarp fyrir sérsniðna hópa. 2. Menn þurfa að vera áskrifendur. 3. Efnið er sent í pósthólf fólks. Sumum listum er stýrt, öðrum ekki. Listar eru lokaðir, fréttahópar eru opnir.
Blogg:
Dagbók með krækjum, í öfugri tímaröð, leyfir oft athugasemdir lesenda. Eigandi dagbókarinnar ræður opnun. Margir mikilvægir bloggarar kjósa að hafa ekki opið fyrir athugasemdir. Blogg hefur einkum nýst fyrir skoðanir.
Blogg: 1. Er hluti gjafahagkerfis, en flest blaðamennska er hluti söluhagkerfis markaðsbúskapar.
2. Rekið af áhugamönnum, en flest blaðamennska er stunduð af atvinnumönnum. 3. Þröskuldur aðgangs er lágur í bloggi, en er hár í blaðamennsku.
Hingað til hafa einkum einstaklingar bloggað, en blogg hópa hefur komið til skjalanna. Fjölbreytt miðlun síast inn, hljóðbitar og myndbitar.
Hugbúnaður bloggs er t.d. Moveable Type, Radio UserLand, Live Journal, Blogger og 20six.
Wiki: Algert ritstjórnarfrelsi verður ekki að öngþveiti. Framleiðslukerfi, umræða, geymsla, póstur, spjallrás. Wiki er samstarfstæki. Allir geta ritskoðað allt. Kerfið heldur utan um breytingar. Allir geta séð þær. Vinnsluferli. Sérhæft wiki. Blaðamenn nota ekki.
SMS: Fyrirsagnir vefsins. Hefur sprungið út, nema í Bandaríkjunum. Fréttir af SARS-veiki í Kína birtust fyrst á SMS heilbrigðis-starfsfólks. Á Filipseyjum var SMS notað til að fá fólk út á torg og kollvarpa ríkisstjórn. SMS er félagsskipulag. Myndskeið koma.
Farmyndavélar: Allir eru orðnir ljósmyndarar. Hefur mikil áhrif á blaðamennsku. Myndavélar í símum. Gæðin hafa batnað ört. Myndskeið eru komin. Mikil ögrun við einkalíf. Símar eru bannaðir í búningsklefum. Erfitt verður að varðveita leyndarmál.
Vefútvarp: Skemmtiiðnaðurinn hefur hindrað vefútvarp, a.m.k. tónlist vegna höfundaréttar. Fréttir eru annað mál. Ódýrt spjallútvarp nýttist í kosningabaráttu Howard Dean. Myndskeið eru dýrari vegna mikillar bandvíddar. Þar kemur millifærsla til skjalanna.
Millifærsla frá fólki til fólks (P2P):
Munið eftir Napster, músíkiðnaðurinn drap það. P2P leysir kostnaðarvanda. Allir eru netþjónar. Nafnleynd er mikil. Fer mjög í taugar músíkiðnaðarins.
RSS-byltingin: Sambirting leyfir lesendum vefsíðna að láta tölvur sínar ná í perlur og þræða upp á festi. Það er bylting. Vefurinn er vöruhús, bloggið er samtal og RSS er aðferð til að fylgjast með samtalinu. Þú þarft ekki að vafra, RSS sér um þungaflutningana.
RSS er Rosetta-steinn upplýsinga framtíðarinnar. Lætur vefinn vinna eins og hann á að vinna. Þú leitar ekki, heldur kemur netið til þín. RSS er fest við bloggforrit. Ef þú býrð til blogg, geturðu líka búið til RSS. Notandinn gerist áskrifandi að því.
Gillmor: Mac með NetNews-Wire. Það er fréttasöfnunarforrit. Því fylgir stórt safn RSS-perlufesta. Getur gerst áskrifandi að þeim með nokkrum smellum með músinni. Viðbótarperlur í festar fást með því að líma RSS-vefföng inn í NetNewsWire.
Fréttalesarar spara mikinn tíma, af því að þeir draga saman mörg fréttafæribönd í eina skjámynd. Ég þarf ekki að vafra til að fylgjast með öllu. Það kemur sjálfkrafa til mín. Sum færibönd eru þó aðeins með fyrirsögnum.
Fréttalesarar draga inn of mikið efni. Ég hef ekki áhuga á öllu efni New York Times, aðeins vissum efnisþáttum og höfundum. Fréttalesarar þurfa að verða nákvæmari, gera notendum kleift að greina milli efnis innan einstakra fjölmiðla. Þetta hlýtur að gerast fljótt.
Beðið er eftir nýjum forritum til fréttalestrar. Þau eiga að geta sérmerkt efni eftir málefnum, höfundum, vinsældum. Fyrstu skrefin hafa verið tekin með Feed-Demon fyrir Windows. Margir aðilar veita lista í té með t.d. NewsIsFree og Syndic8.
Facebook varð öflugt á síðustu árum. Ógnar blogginu sem vett–vangur “skrílsins” til að hafa áhrif á gang mála. Ofurbloggarar nota Facebook með því að setja þar inn “statusa”, sem vísa á blogg þeirra. Athugasemdir kurteisari á Face–book, enda fólk flest undir nafni.
Að skilja þetta allt:
Framtíðin: Feedster, Technorati og þess háttar verða mikilvægir þættir stærra vistkerfis.
Þetta eru allt saman tæki, byggingarlist, ekki blaðamennska. En fer að mestu leyti framhjá fjölmiðlunum.
Sjá nánar:
Dan Gillmor: We the Media, Grassroots Journalism by the people for the people, 2006