0337
Nýmiðlun
Fagfólkið
Jane Intelligence Review sendi grein í yfirlestur til Slashdot og fékk mikið af athugasemdum. Blaðið umskrifaði greinina með tilliti til athugasemda amatöra. Þar með var tímaritið orðið aðili að samtali vefsins.
Samtals vita notendur fjölmiðla meira um mál en fagmenn í fjölmiðlun. Notendur munu yfirgefa fjölmiðla, ef þeir fá þar ekki fullnægjandi fjölmiðlun. Smám saman mun eignarhald blaðamennsku færast yfir á notendur, en blaðamenn verða áfram til.
Þróun mála hefur neikvæð áhrif á fjárhag fréttastofa. Þess vegna er ástæða til að óttast minnkað fé til rannsókna og úttekta. Ef hefðbundnir fjölmiðlar bila að þessu leyti, hvar eru þá bloggarar til að takast á við nýtt Watergate eins og Washington Post gerði?
Margir rannsóknablaðamenn starfa þó utan fjölmiðla. Wilfred Burchett: Hiroshima 1945. Seymour Hersh: My Lai 1970. Günter Wallraff: Ganz unten 1985. Paul Foot: Lockerbie 2001. Bækur um Kosovo, Afganistan og Írak.
Tækifæri hefðbundinna fjölmiðla: Furðulegt er, að sumir fjölmiðlar hafa ekki enn sett netföng blaðamanna við greinar þeirra. Ef blaðamenn eru ekki hluti umræðunnar, þá tala notendur bara hver við annan. Aðild blaðamanna að umræðunni er fyrsta skrefið.
Reynsla Gillmor af athugasemdum við blogg hans er, að þær koma af stað umræðu við heimildafólk og lesendur, sem segja honum hluti, sem hann vissi ekki. Stundum segir hann frá efni fyrirhugaðra greina til að fá sjónarmið lesenda í tæka tíð.
Opin blaðamennska minnir á opinn hugbúnað. Notendur tala ekki bara við höfunda, heldur hver við annan. Þar eru tröll í bland, en í stórum dráttum gengur umræðan vel. En allt þetta samtal grefur undan stjórn hefðbundinna fjölmiðla, trúaratriði þeirra.
Flestir starfandi blaðamenn í Bandaríkjunum skoða blogg Jim Romenesko hjá Poynter-stofnuninni. Það er kaffivél fagsins. Þar heyra menn slúðrið um það, sem gerist í faginu. Slúðrinu fylgja krækjur í heimildir.
Sumir fjölmiðlar reyna að koma strax af stað umræðu í bloggi um skúbbfréttir. Þar með verður heimasíða fjölmiðilsins að miðstöð nýrra frétta. Aðrir fjölmiðlar telja blogg starfsmanna vera hagsmunaárekstur. Slíkir miðlar trúa enn á miðstýringu að ofan.
Krækjum fylgir álit, hlustun:
Á bloggi Gillmor setur hann oft krækjur í frásögur annarra, þar á meðal keppinauta. Það gera flestar fréttastofur. Athugið þó, að flestir notendur vefsins geta fundið þessar frásögur með Google án þess að nota krækjur.
Notendur beðnir aðstoðar: Við höfum birt lesendabréf og tekið símtöl, en þurfum að gera meira. Við allar fréttir þarf að vera netfang til að auðvelda notendum að senda efni, ljósmyndir og SMS skilaboð.
Athugið þó, að hætta getur verið á málaferlum. Inn getur borist efni, sem varðar við lög, dónalegt efni eða illort. Fjölmiðillinn getur orðið ábyrgur fyrir þessu efni. Viðkomandi blaðamaður þarf að verja miklum tíma í að taka þátt í samtali og í að grisja umræðuna.
Fjölmiðlar geta selt auglýsingapláss hjá efni frá notendum.
Þátttaka almennings í blaðamennsku getur leitt til þess, að honum finnst hann vera eins konar hluthafi í blaðamennskunni.
Hvetja til baráttu og segja frá henni: BBC hefur gert mikið í að auka aðild almennings, iCan. Er vettvangur fyrir baráttufólk til að sameina krafta sína. Blaðamenn sömdu vinnureglur og fjarlægja ólögleg ummæli, filtra efnið. Átak til stöðvunar eineltis í skólum.
Borgaralegir fréttamenn: OhmyNews er fréttaþjónusta á netinu, skrifuð af notendum. Þar eru 50 starfsmenn og 26.000 fréttaritarar. Þeir fjalla um mál, sem hefðbundnir fjölmiðlar hafa vanrækt. Sendar eru inn 200 sögur á dag, þar af birtar 70.
Tækni fréttastofunnar: Myndsímar. Hljóðbitar og myndbitar.
BBC lét starfsmönnum sínum í té 3G síma síðla árs 2003.
Ný kennsla: Kennsla í blaðamennsku er íhaldssöm. Þaðan koma nýliðar. Gagnvirk fréttaöflun og ritstjórn er orðin liður námsins. Áhrif frá leiklistardeild Yale. NYU reynir að sérhæfa starfandi blaðamenn eftir pöntunum þeirra.
Skólar í blaðamennsku þurfa að færa sig úr fyrirlestraformi yfir í samtalsform. Mikið af byggðum, 100.000 íbúar eða færri, hafa engan hefðbundinn fréttamiðil. Þar þarf að leita samstarfs við notendur, sbr. goskokie.com, bb.is, vf.is.
Spurning um traust:
Áfram þarf að varðveita forsendur á borð við sanngirni, nákvæmni. Og áfram þurfum við ritstjóra. Fólk treystir ekki bloggi, sem lýtur ekki aga.
Sjá nánar:
Dan Gillmor: We the Media, Grassroots Journalism by the people for the people, 2006