0340 Næstu grasrótarskref II

0340

Nýmiðlun
Næstu grasrótarskref II

Veraldar lifandi vefur: Technorati byrjaði 2002. Hjálpar fólki að leita að áhugaverðum eða vinsælum bloggum, fréttum og umræðuefnum. Gerir þér líka kleift að gæðaflokka þetta efni. Þetta er dæmi um krækjuheim nútímans.
Hugbúnaði krækt saman:

API: applications programming interface. Er þáttur í Technorati. Vefþjónusta er kerfi, sem leyfir heimasíðum að tala saman og deila með sér upplýsingum án milligöngu manna. Þetta gera Google, Amazon, Technorati.

Þetta gerir fólki að lokum kleift að fylgjast með samtali. Ég get fylgst með spjalli fólks um Feneyjar, fólks sem ég treysti, hvað það segir um Feneyjar, nýjar fréttir, kosti og galla í ferðaþjónustu þar í borg. Til dæmis TripAdvisor.

TripAdvisor segir, hvaða hótel séu vinsæl, hvaða einkunn þau hafa fengið hjá notendum og birt myndir þeirra. Ég skoða ummælin og leita að atriðum, sem ég hef áhuga á, t.d. hvort þar sé þráðlaust net. Sum ummæli eru marklaus, en flest eru uppbyggileg.

En hverjum treystirðu?
Það sem vantar er að meta gildi hvers aðila á netinu umfram það gildismat, sem nú fer fram. Google er að visu leyti kerfi með gildismati. Líka Technorati. Því fleiri krækjur, þeim mun meira gildi. En betri aðferðir koma.

Dæmi um gildismat: Wiki er sía, þar sem áhugafólk ritskoðar lygi hagsmunaaðila. WikiNews er hluti af því dæmi. NewsTrust mælir traust fólks á fréttum. Digg mælir vinsældir frétta. Ýmsar aðrar slóðir eru vettvangur svindlara og spunakarla.

Árið 2001 kom í ljós, að kvikmyndafyrirtæki í Hollywood höfðu sett upp vefsvæði með gervisamtali um nýjar myndir. Þannig er vefurinn vettvangur fyrir svindlara, spunakerlingar, slúðurbera og grínista. Internetið er ekki himnaríki. Er vandamál.

Klippt og límt, rétt og rangt:
Stundum er vitlaust skorið. Ef þú klippir, sendu alla greinina. Best er að senda krækju í upphaflegu greinina og láta lesandann sjálfan um að meta málið. Varaðu þig líka á hæðni, margir skilja hana ekki.

Nýjar leiðir til mistúlkunar: Ljósmyndir, vídeó sanna ekkert. Þetta er auðfalsað. Auglýsingar eru settar inn í sjónvarpsþætti, bráðum líka í fréttir. Slík tækni er kjörin fyrir netið, þar sem lygar dreifast hratt og valda miklum skaða, áður en sannleikur finnst.

Hver talar og hvers vegna? Svindlarar hafa notað spjallrásir og fréttahópa lengi til að planta fréttum og kaupa síðan eða selja í kjölfarið. Á þessum stöðum eru líka ótrúlega góðar upplýsingar. Mikilvægast er að átta sig á heimildinni.

Matt Drudge er ekki ábyrgur, en hann kemur fram undir nafni. Nafnleysið er höfuðslys vefsins. Margir telja, að losna þurfi við nafnleysið. Fyrir því eru góðar ástæður. Með nafni standa menn við fullyrðingar sínar, annars ekki. Athuga þó flautublásara.

Þeir, sem fylgjast með spjallrásum og umræðuhópum, verða að átta sig á nafnlausum texta. Gillmor reynir ekki að stöðva nafnleysið, en viðurkennir aðeins fáar undantekningar á nafnbirtingu. Enginn má taka neitt mark á nafnlausum skrifum.

Ég leyfi ekki athugasemdir á vefsvæði mínu. Það sparar mér að vakta vefsvæðið. Ef ég leyfði athugasemdir, yrði ég að vakta svæðið oft á dag til að kippa burt því efni, sem tröll og púkar setja þar inn. Ég vil ekki láta þau stela frá mér tíma. Ég hef nóg að gera.

Tröll og aðrir leiðindapúkar: Þeir reyna að stífla rásir með þvaðri og bulli og dónaskap. Þeir reyna að eyða tíma annarra. Þeir þrá athygli. Sumir eru óþolandi, fanatískir og heimskir, án þess að vera tröll. Og ekki eru öll tröll mjög leiðinleg. Hunsaðu þau öll.

Höfundur veraldarvefsins, Tim Berners-Lee, er haldinn efa um vefinn. Vefurinn breiðir út meiri lygi en sannleika, segir hann. Raunar segir hann vefinn vera orðinn samkomustað svindlara og lygara. Ef svo fari fram, verði vefurinn gagnslaus

Spunagæsla: Blaðamenn þekkja spuna og spunakarla. Samt er texti fjölmiðla fullur af klipptum spuna úr tilkynningum. Vefspuni verður sífellt lúmskari, enda segja menn ekki frá tengslum sínum við mál. Fyrirtæki bjóða hjálp við vefspuna. Afhjúpaðu spuna ætíð.

Eyjan.is er dæmi um fjölmiðil á vefnum. Hann býður krækjur í fréttir hefðbundinna miðla og í blogg nafngreinds fólks. Blanda bloggaranna er skrítin blanda af sjálfstæðum einstaklingum og af fólki, sem talar fyrir hönd pólitískra eða annarra hagsmuna.

Borgaralegir blaðamenn hjálpa: Kaycee Nicole var tilbúin persóna. Bloggarar komu upp um hana. Hvað eftir annað hafa árvökulir netverjar áttað sig á misnotkun og spuna á vefnum.

Flótti til gæða: Mikið magn óáreiðanlegra upplýsinga á vefnum eykur áhrif hefðbundinna miðla, sem lúta ritstjórn. En margir treysta þeim ekki. Hakkarar munu komast inn á vefi hefðbundinna miðla og setja þar inn óábyrgar fréttir.

Gamaldags, heilbrigð skynsemi: Notendur netsins þurfa að koma sér upp filtrum, setja upp virðingarstiga trausts. Það mun verða auðveldara á næstu árum. Á meðan tökum við öllu með varúð. Ef móðir þín segist elska þig, skaltu fá það staðfest.

Sjá nánar:
Dan Gillmor: We the Media, Grassroots Journalism by the people for the people, 2006