0342
Nýmiðlun
Flótti tæknirisa
Skemmtiiðnaðurinn drap fyrirtæki á borð við Napster og ReplayTV. Hann er með hjörð þrýstihópa til að snúa niður “peer-to-peer” tækni, hvar sem hennar verður vart. Hann beinir athygli sinni líka að einstaklingum, sem nota þessa tækni.
Uppgjöf tækniiðnaðarins: Fyrst barðist tækniiðnaðurinn gegn einkaleyfishöfum, en hefur smátt og smátt gefist upp. Enginn hefur þó gefist meira upp en Microsoft. Það hefur sett upp “Digital Restrictions Management” í næstum allt, sem það framleiðir.
Jafnvel Apple hefur gefist upp. Það notar Digital Restrictions Management í iTunes og refsar þannig þeim, sem tíðast kaupa nýja makka. Ross Anderson: “Yfirstjórn tölvu þinnar flyst frá þér til þess, sem samdi hugbúnað hennar.”
Dæmi um hugsanlega misnotkun í framtíðinni. Leynilögregla harðstjóra getur refsað höfundi gagnrýnispistils með því að afmá allt, sem hann hefur skrifað á tölvuna.
Endir “end-to-end”: Beita má öryggi með dulkóðun frá enda til enda. Slíkt viðheldur sveigjanleika kerfisins. En þessi tækni er í mikilli hættu. Kerfiskarlar vilja ekki þetta öryggi. Kapal- og símafyrirtæki gína yfir breiðbandinu.
Breiðbandið á að vera eign stjórnvalda, t.d. sveitarfélaga, til að hindra misnotkun. Því miður hefur slíkt eignarhald sums staðar verið bannað. Í staðinn verða búnir til “girtir garðar”, þar sem efni einokunaraðila fær forgang og frjálst efni er útilokað.
Tölvubúnaðarfyrirtæki, t.d. Cisco, hafa aðstoðað við að búa til “girta garða”. Nortel og Microsoft hafa aðstoðað. Amnesty segir, að þessi tækni sé notuð til að hindra notendur í að afla sér ákveðins efnis. Þetta er erfitt í texta, en auðveldara í vídeói, sem er rúmfrekara.
Kapalkerfin eru hættulegust. Þau eiga mikið efni og vilja láta það flæða á bandinu. Við sjáum, hvað er að gerast í Kína. Ef þú finnur ekki veraldarvefinn út af múrum, sem reistir hafa verið kringum þig, þá verður fjölbreytni veraldarvefsins að engu.
Jedi-notendur snúa við:
Carly Fiorina hjá Hewlett-Packard tilkynnti, að HP mundi gera allt í sínu valdi til að hjálpa rétthöfum til að sauma að fólki. HP takmarkar sjálft “fair use”. Dan Gillmor segist aldrei aftur munu kaupa neitt af HP.
Höfundurinn mælir með:
1. Kvartaðu til stjórnmálamanna.
2. Styddu samtök sem verja frelsi.
3. Notaðu vald þitt sem notandi.
Hakkarar hafa komið til bjargar á sumum sviðum. Þeir búa til dulkóðun, sem lætur efnið líta út eins og venjulega flutningsvöru.
Fyrir tilstilli hakkara geta símafyrirtæki ekki horft innan í straum upplýsinga og takmarkað ákveðið efni.
“Creative commons” eru samtök um frjálsari túlkun höfundaréttar. Höfundurinn er aðili að því. Fólk má hlaða bókinni niður af netinu.
Við eigum að berjast fyrir breiðbandi á vegum skattgreiðenda um allt landið, alveg eins og vegakerfið er eign ríkisins. Við eigum líka að eiga sameiginlega ljósleiðara og þráðlaust samband og loka þannig síðustu mílunni gegn einokuninni.
Kemur frelsi til bjargar: Ný tækni gerir skömmtun óþarfa í ljósvaka. Fjarskiptastofnanir eiga að frelsa meira af fjarskiptum. Þá munu einokunarfyrirtæki ekki hafa aðstöðu til að misnota völd sín.
Endir skömmtunar: Við getum senn farið að líta á fjarskipti sem óendanleg, ekki sem vöru, sem þurfi að skammta. Útvarpsbylgjur fara hverjar gegnum aðrar án þess að truflast. Það er tómt rugl að halda áfram að bjóða upp skammtaða aðstöðu til fjarskipta.
Netið er merkasti miðillinn frá því að prentvélin var fundin upp. Það umsnýr flestum hugmyndum okkar um miðla og viðskipti svo ört, að við getum varla fylgzt með. Bloggið er samtal. Í fyrsta skipti í sögunni er bakflæðið orðið hnattrænt á andartaki.
Tilgangur bókar Gillmore er að sannfæra þig um, að samþætting blaðamennsku og fjölmiðlunartækni hefur miklar afleiðingar fyrir þrjá aðila:
1. Blaðamenn.
2. Fréttauppsprettur.
3. Notendur.
Hefðbundnir fjölmiðar eru aftarlega á merinni á þessu sviði. Þeir skilja hættuna, en skilja ekki möguleikana. Notendur hafa hins vegar gripið gæsina og nota hana til að búa til nýja, sumpart frábæra blaðamennsku. Eiga þó erfitt með traust og sanngirni.
Við erum margfalt upplýstari en áður, þökk sé póstlistum, vefsíðum, bloggi, SMS og RSS. En miðstýringaröfl reyna að stýra þessu neti. Höfundur telur, að stjórnvöld muni um síðir átta sig á að hlýða hagsmunum umbjóðenda sinna, ekki peningavaldsins.
Skapandi afréttur (A creative commons): Í stað “all rights reserved” kemur “some rights reserved”.
Höfundur er með heimasíðu: http://wethemedia.oreilly.com, en hún fraus árið 2005 í þáverandi ástandi.
Sjá nánar:
Dan Gillmor: We the Media, Grassroots Journalism by the people for the people, 2006