0347
Nýmiðlun
Verðið hrynur
Howard Rheingold: Smart Mobs, The Next Social Revolution,2002
Intel ætlar að láta útvarpshæfni í hverja örflögu. Þá mun klári skríllinn blómstra. Spurningar:
* Hver njósnar um hvern?
* Hver stjórnar tækninni?
* Hvers konar fólk verðum við?
Mismunandi svör leiða til mismunandi framtíðar.
Kaldibær, heitibær og aðrir upplýsingastaðir:
Skilti breyta um upplýsingar eftir því, hver nálgast. Tölvur sækja brýnar upplýsingar, t.d. seinkun brottfarar. Hvaða sushi í hverfinu?
RFID útvarpstíðni í hlutum og seðlum.
Fyrst voru tölvur á stærð við herbergi. Nú höldum við á þeim í höndunum. Svo kemur að því að við finnum þær ekki, ef við missum þær í gólfið. Þá klæðumst við þeim, höldum ekki á þeim.
Í stað hugsandi herbergja, hugsandi bíla, hugsandi klósetta kemur klár skríll. Í fyrra tilvikinu ræður tæknin, í því síðara maðurinn. Meirihluti fólks mun klæðast tölvum árið 2010. WatchPad með Bluetooth.
Þróun orðstírs:
* Alheims-traustkerfi krítarkorta.
* eBay notar traustkerfi.
* Epinions greiðir umsagnaraðilum.
* Slashdot hefur einkunnakerfi.
* Amazon spáir í smekk þinn.
* Google birtir efst þá, sem mest er krækt í.
Blogg olli byltingu með því að gera fólki kleift að krækja í síður.
FAQ er dæmi um uppsöfnun þekkingar, eru alfræðibækur.
Bókmerkingar fela í sér eins konar einkunnakerfi.
Alexa filtrar heimsóknaskrár annarra á sömu braut.
Ótal síður eru eins og Epinions, þar sem menn setja inn fróðleik til að fá félagslega viðurkenningu. Skoðanasíður hvíla mikið á sjálfsstrokum. Á Epinions er álitsgjöfum raðað í röð eftir einkunnum, sem þeir fá. Allir sjá þessar einkunnir.
Epinions: Samþykki hópsins gerir álitsgjafa ölvaða, “ego-boost”. Fyrst og fremst er Epinions félagslegt net.
Flestir bloggarar hafa lista yfir krækjur. Það felur í sér samfélag. Blogg verður því mikilvægara sem fleiri krækja í það.
Samband margra við marga hefur verið vinsælt frá upphafi Usenet. Það var lýðræðislegt og líka fullt af dónaskap. Tilvera tröllanna er gallinn við frjálsu afréttina. Víða er hægt að sía burt fíflin.
Í Slashdot eru umræðustjórar, sem gefa efni einkunnir og þeim eru sjálfum gefnar einkunnir.
* Gæðum flaggað, rugl þaggað.
* Notendavænt.
* Ekki tímaþjófur.
* Umræðustjórar taka ekki völd.
Margir hafa stælt Slashdot.
Í eBay er svæði milli seljenda og kaupenda. Þar geta menn stillt upp myndum af vöru sinni. Þar er haldið utan um uppboð. Þar er sjálfvirkt einkunnakerfi. Fyrir þetta greiða menn smápening. Nánast allir koma þar heiðarlega fram og fá hreint einkunnaborð.
Ýmsar leiðir eru til að gera einkunnakerfi enn vandaðri. Aðeins seljandi og kaupandi gefa einkunn. Lægstu og hæstu einkunnir felldar burt. Einnig þeir, sem mest gefa einkunnir. Því miður veita eBay og Amazon ekki aðgang að einkunnakerfi sínu.
Farvirkur, alvirkur og virðingarvirkur:
* Fólk er tillitssamara en ætla má.
* Fólk refsar svindlurum. Hópar með refsingum ná betri árangri.
* Þetta fær einstaklinga til að haga sér á þann hátt, að það hentar heildinni.
Heimurinn afþræddur, eitt hverfi í einu: Menn hafa reynt að búa til ský af ókeypis neti af þráðlausu útvarpssambandi milli tölva. Kringum kaffihús. Farðu á Starbucks eða aðra staði, þar sem kaffi er dýrt. Sjálfboðaliðar hafa búið til net frá slíkum punktum.
Netpunktar kosta uppsettir $100-500 stykkið og reksturinn $500-800 á mánuði. Þetta er ekki frítt, en mjög ódýrt. Í þessu samhengi skiptir “Voice over internet protocol” máli. Það kostar ekki meira að setja upp netpunkt en að tengjast netinu.
Þráðlaust samband er fjárhagslega hagkvæm aðferð við að fylla síðasta bilið til notandans. Þannig væri hægt að tengja allt mannkyn við veraldarvefinn, með neti af þráðlausu sambandi. Spurningin er bara, hvort síma-, kapal- og ljósleiðarafyrirtækin stöðva það.
Apple kom með Airport árið 1999. Þar með datt netpunkturinn niður í $300.
Allt stefnir í átök milli ókeypis netkerfa að neðan og að ofan símafyrirtækja með 3G tækni. Í Bandaríkjunum hefur löggjafinn verið hallur undir risafyrirtækin.
Enginn fékk keyptan hluta af internetinu. Það sama ætti að geta gilt um þráðlausa netið. Ný tækni gerir óþarft að skammta rásir. Ljósvakinn rúmar alla. Hann á ekki að koma skömmtunarstofum neitt við.
Airport/WiFi mun breiðast út og VoIP verður sá hugbúnaður, sem felur í sér þá byltingu, að síminn fer á netið. Símaþræðir verða óþarfir. Með lágværri tíðni geta milljónir rúmast í plássi, sem áður var skammtað einum. Stórfyrirtækin skelfast þetta.
Sjá nánar:
Howard Rheingold: Smart Mobs, The Next Social Revolution, 2002