0404
Fréttamennska
Starfið
Stærðfræði er það, sem þarf. Jack Marsh, Argus Leader: “Færið mér blaðamann, sem kann prósentur.” Skoðanakönnun Columbia sýnir eina mikilvæga samræmið milli einkunna og árangurs í blaðamennsku vera í stærðfræði. Stærðfræði er “sine qua non”.
Mikilvægi bloggsins: Þegar 60 Minutes sýndi haustið 2004 gögn um, að Bush forseti hefði komið sér undan herþjónustu, voru bloggarar á fáum mínútum búnir að sjá, að skjölin voru fölsuð, gátu ekki verið úr ritvél frá árinu 1970. En varið ykkur á blogginu.
Þessi kafli er með dæmisögum af starfi blaðamanna. Þær sýna ýmsar aðferðir, sem hafa leitt til árangurs. Mikið safn slíkra dæma er til í Bandaríkjunum, þar sem menn hafa lengi lagt sig eftir söfnun upplýsinga um þetta efni.
Þegar við horfum á blaðamenn vinna, sjáum við, að þeir bregðast fljótt við atburðum, sem munu vekja áhuga fólks og hafa áhrif á líf þess. Þeir eru ötulir í leit að upplýsingum, sem máli skipta. Þeir dýrka nákvæmni og eru sanngjarnir.
Við lærum um alls konar atburði og aðstæður, af því að blaðamenn hafa frétt af þeim. Þeir hafa beitt dómgreind sinni, reynslu og verklagsreglum til að lyfta því upp, sem þeir telja fréttnæmt, muni fræða fólk, hafa áhrif á það og skemmta því.
Eiginmaður herkonu á sjúkrahúsi hringdi í Mark Benjamin hjá UPI af því að hann hafi skrifað um sjúkdóma, sem herjuðu á hermenn, sem komu frá Írak. Hann sagði frá ömurlegum aðstæðum á sjúkrahúsinu. Benjamin fór á staðinn og sagði frá.
Ronnie Greene á Miami Herald hafði tekið eftir dómsmálum gegn vinnuleigum, sem leituðu að innflytjendum til að vinna við óbærilegar aðstæður. Greene fór í gang og skrifaði greinaflokk, sem leiddi til stóraukinna refsinga við þrælahaldi í landbúnaði.
Andlát Ray Charles var í fréttum um allt landið. Sama dag lést hljómsveitarstjóri í Topeka. Andlát hans var aðeins frétt í Topeka. Ray Charles var þjóðkunnur maður og það er eitt af því, sem fjölmiðlar hafa til hliðsjónar við val á fréttum.
Fellibylurinn Spencer var mikið í fréttum í fjölmiðlum í Suður-Dakóta, en því minna, sem lengra var farið. Nálægð er eitt af því, sem fjölmiðlar hafa til hliðsjónar. Sumar fréttir sprengja nálægðarkröfuna. 11. september var heimsfrétt.
Lögfræðingur í Houston var pirraður út af sleifarlagi við meðferð DNA-sýna og hringdi í útvarpið. David Raziq og Anna Werner könnuðu málið og komust að raun um þúsund rangar niðurstöður slíkra sýna. Þúsund mál voru tekin upp að nýju.
Eins konar samkomulag er milli blaðamannsins og almennings:
1. Blaðamaðurinn reynir sitt besta til að gefa fólki fulla og nákvæma grein fyrir atburði eins hratt og unnt er. Þess vegna notar fólk fjölmiðla.
2. Þótt kannanir sýni, að almenningur hefur efasemdir um það, sem hann sér og heyrir í fjölmiðlum, er raunveruleikinn samt sá, að fólk bregst við fréttum blaða, útvarps og sjónvarps eins og það geri ráð fyrir, að þær séu 100% réttar.
Sumar fréttir eru af atburðum dagsins, þær gerast. Aðrar eru framleiddar á ritstjórn. Í báðum tilvikum halda blaðamenn sér samfellt við efnið, þangað til þeir hafa náð tökum á því og geta svarað hugsanlegum spurningum lesenda, áhorfenda og hlustenda.
Saga eða frétt blaðamannsins er:
1. Nákvæm
2. Tilvitnuð
3. Sannreynd
4. Fullnægjandi
5. Sanngjörn
6. Í jafnvægi
7. Hlutlæg
8. Stutt
9. Skýr
10. Mannleg
11. Ábyrg
12. Vel skrifuð
Starf fréttamanns
Alltaf er pláss fyrir vinnufíkla, sem vilja “meika það”.
Þegar við horfum á blaðamenn vinna, sjáum við, að þeir bregðast fljótt við atburðum, sem munu vekja áhuga fólks og hafa áhrif á líf þess. Þeir eru ötulir í leit að upplýsingum, sem máli skipta. Þeir dýrka nákvæmni og eru sanngjarnir.
Við lærum um alls konar atburði og aðstæður, af því að blaðamenn hafa frétt af þeim. Þeir hafa beitt dómgreind sinni, reynslu og verklagsreglum til að lyfta því upp, sem þeir telja fréttnæmt, muni fræða fólk, hafa áhrif á það og skemmta því.
Sjá nánar:
Melvin Mencher
News Reporting and Writing
10th Edition 2006