0433
Fréttamennska
Ljósvakafréttir I
Hjálpaðu þulnum: Lestu textann enn einu sinni til að losna við ritvillur og klossað mál og til að koma inn leiðbeiningum við lestur, framburðarskýringum, þar sem akkerið kemur til með að mæta framandi eða erfiðu heiti eða orði.
Walter Cronkite sagði: “Flestar sjónvarpsstöðvar ráða upplesara, ekki blaðamenn eða fréttamenn. Akkeri eru valin samkvæmt mati á persónuleika eða útliti, góðu hári til dæmis. Þeir ættu að vera kallaðir fréttaþulir eins og í Evrópu.”
Á fréttaútvarpsstöð úthlutar fréttastjórinn verkefnum. Blaðamennirnir hafa hver um sig þrjú til fjögur verkefni og eru með segulbandstæki með sér. Þeir hringja inn á stöðina nokkrum sinnum til að bera meðferð mála undir fréttastjórann.
Í útvarpi er nauðsynlegt að fá hljóðbita, bæði til að færa hlustandann nær persónum atburðanna og til að sýna, að stöðin sé á vaktinni. Mikilvægt er að spyrja réttra spurninga, því að það er forsenda góðra viðtala.
Sjónvarpsblaðamaðurinn hugsar alltaf um vídeó, um einhvers konar atburð. Ef hann fer í loftið, sem er talið æskilegt, á hann að tala ofan í atburð. Hann þarf að flétta saman eðlilegu hljóði, myndum og viðtölum.
Sögur fyrir dagblöð eru yfirleitt línulaga, það merkasta fremst, það lítilvægasta aftast. Í útvarpi og sjónvarpi eru sögur hins vegar oft hringlaga, af því að endirinn bítur í upphafið.
Herb Brubaker sagði: “Texti á að bæta vídeó, ekki segja það, sem áhorfandinn sér sjálfur. Ef þú sérð konu gráta, segir þú ekki “konan grætur”, heldur “konan syrgir son sinn”. Leyfðu líka myndinni að anda, þú þarft ekki sífellt að tala.”
Þetta er öðru vísi í prentmiðli.
Mervin Block: Reglur útvarps og sjónvarps:
1) Hafðu sterkt upphaf. Hálfnað er verk, þegar hafið er.
2) Lestu og skildu texta heimildarinnar.
3) Strikaðu undir lykilatriði eða settu hring um þau.
4) Hugsaðu. Skrifaðu ekki strax. Hugsaðu.
5) Skrifaðu eins og þú talar.
6) Notaðu reglur textagerðar fyrir útvarp.
7) Hafðu hugrekki til að skrifa einfalt mál.
8) Hafðu upphitunina ekki langorða.
9) Settu nafnið framan við tilvitnunina.
10) Notaðu röðina frumlag – umsögn – andlag.
11) Hafðu eina hugmynd í hverri málsgrein.
12) Notaðu stutt orð og stuttar málsgreinar.
13) Notaðu vel þekkt orð í vel þekktum samböndum.
14) Gerðu textann mannlegan og staðarvænan.
15) Virkjaðu textann, notaðu germynd og kraftmikil sagnorð.
16) Forðastu upphaf með einhverri mynd sagnorðsins “að vera”.
17) Forðastu “gæti” og “virðist”.
18) Hafðu málsgreinarnar ekki með neitunum.
19) Notaðu nútíð, hvenær sem færi gefst.
20) Forðastu upphaf með tilvitnun eða spurningu.
21) Notaðu samtengingar til að tengja málsgreinar.
22) Settu áhersluorð aftast í málsgreinarnar.
23) Notaðu skammstafanir með varúð.
24) Hristu upp í textanum með: nýr, nú, en, segir.
25) Gættu þín á: Ég, við, okkur, hér, upp, niður.
26) Strikaðu út óþörf orð.
27) Birtu aðeins helstu atriðin.
28) Stældu ekki texta frá heimildinni.
29) Settu tímasetningu eftir sagnorðið.
30) Ef þú ert í vafa, slepptu því.
31) Ekki spyrja spurninga, sem þú svarar ekki.
32) Lestu upphátt, gerðu textann vænni til upplestrar.
Tæpur helmingur áhorfenda sér fréttir. Það stafar af, að alltaf er verið að segja sömu sögur aftur og aftur, að ekki er nóg um fréttir af raunverulegum málum, sem fólk þarf að vita um, að stöðvar bera litla virðingu fyrir greind áhorfenda.
Viðtalstækni:
1) Láttu viðmælandanum líða vel.
2) Lýstu viðfangsefni viðtalsins, en segðu honum ekki spurningarnar.
3) Skýrðu aðstæður, hvaða hljóðnema á að nota, ekki eigi að horfa á myndavélina.
4) Talaðu frjálslega í upphafi til að létta á taugaveiklun, sýndu áhuga.
5) Láttu ekki eins og þú vitir allt um málið, en vertu vel undirbúinn.
6) Vertu viss um, að hverju þú ert að leita.
7) Ekki eyða tíma í spurningar, sem hægt er að fá góð svör við annars staðar.
8) Byrjaðu á spurningum, sem auðvelt er að svara, hafðu þær erfiðu í endann.
9) Forðastu spurningar, sem hægt er að svara með já eða nei.
10) Forðastu langar spurningar.
11) Forðastu að leggja viðmælandanum orð í munn.
12) Byggðu á svörunum, spurðu ekki bara áður undirbúinna spurninga.
13) Spurðu einnar spurningar í einu.
14) Vertu næmur fyrir tíma. Klipptu, ef svörin eru of löng.
15) Haltu þér við eitt efni.
16) Lagaðu tón viðtalsins að reynslu viðmælandans. Oft þarf að ýta á pólitíkusa.
Melvin Mencher
News Reporting and Writing
10th Edition 2006