0619
Rannsóknir
Einkaaðilar II
Meðferð starfsfólks (sbr. Ísal):
Hvernig er að vera ritari, húsvörður? Hvaða verkefni, móðganir? Er launabilið hefðbundið, sanngjarnt? Er tekið tillit til starfsfólks? Er mikið um slys? Er mikið um veikindaforföll? Gefst fólk upp?
Stéttarfélög:
Er fyrirtækið andvígt aðild starfsfólks að stéttarfélögum? Eru félagsmenn ofsóttir? Eru stéttarfélög eðlilega rekin? Eru gjöld til þeirra óeðlilega há, t.d. í ýmsa sjóði? Hjá BÍ? Skipulagðir glæpir, mafían.
Öryggi og heilsa:
Fær fólk að pissa? Eru sumir hópar eins konar undirstétt við færibönd? Eru lægstu laun í einkarekstri undir fátæktarmörkum? Starfsmannaleigur með undirboð? Kvennastörf, nýbúastörf, eru þau til? Örugglega á Íslandi.
Sum fyrirtæki hafa bónuskerfi, sem tryggir, að slys og veikindi eru ekki skráð, af því að það mundi lækka bónus hópsins. Er þetta hjá íslenskum fyrirtækjum?
Flutningur fyrirtækja til staða, þar sem laun og öryggi starfsfólks og opinbert aðhald er lakara?
Laun:
Fá verktakar og undirverktakar verkefni, þótt þeir greiði minna en lágmarkslaun? Eru börn þrælkuð í vinnu? Hvernig er farið með nýbúa? Eru starfsmenn í auknum mæli leigðir til að fara kringum lögin? Umræðuefni hér á landi.
Fá leigðir starfsmenn eða starfsmenn, sem látnir eru vera verktakar, sama rétt og annað starfsfólk, aðild að lífeyrissjóði, tryggingum o.s.frv.? Fá þeir sömu sumarfrí og orlofsgreiðslur?
Stórmál hér á landi. T.d. í blaðamennsku.
Er mikið af launafólki undir fátæktarmörkum? Hvað hefur það í tekjur? Hvernig býr það? Getur einstæð móðir lifað á að vera kassadama í stórmarkaði? Hvernig er með lífeyrissjóði fólksins? Eru fyrirtæki með eigin, vafasama, lífeyrissjóði? Hótun hér.
Atvinna:
Atvinnuleysisskráning veit oft mikið um hagi fólks, sem þangað leitar. Þar má finna brottrekið starfsfólk, sem hefur sögu að segja. Hverjar eru ástæður brottrekstrar? Ísal. Hverjir eiga ekki rétt til atvinnuleysisbóta?
Rannsóknablaðamennska er hvað vinsælust, þegar hún fjallar um neytendamál, til dæmis um villandi auglýsingar, ófyrirleitna sölumenn, okur, lélega vöru eða óörugga. Sviðið spannar frá gráum svæðum yfir í hrein lögbrot. Er nálægt almenningi.
Blaðamenn tala líka við opinbera eftirlitsaðila, sem eiga að vernda fólk fyrir óeðlilegum viðskiptaháttum og gera það kannski ekki. Blaðamenn svara vafasömum auglýsingum og kanna reynsluna, til dæmis gerast þeir nemar í sölumennsku.
Neytendamál eru ekki bundin við fyrirtæki. Stjórnvöld geta verið gerendur í málum, sem varða neytendarannsóknir. Fólk leitar til fjölmiðla, hvort sem það hefur orðið fyrir hremmingum af völdum fyrirtækis eða af völdum stjórnvalda.
Blaðamenn finna, hversu víðtækt vandamálið er, með því að tala við samtök og stofnanir, sem taka við kvörtunum. Þeir læra um tæknilegar hliðar málsins hjá sérfræðingum. Þeir leita að fólki, sem hefur lent í hremmingum, og hlusta á það.
Neytendasamtök eru mikilvægur samstarfsaðili. Þangað berast kvartanir og þar er mikil reynsla á samskiptum við aðila, sem kvartanir beinast að. Fjölmiðlar og neytendasamtök hafa oft samstarf um að koma upp um slíka aðila.
Píramídakerfi er aðferð, þar sem hver hópur sölumanna er hvattur til að selja til annars hóp sölumanna, sem síðan selja til þriðja hópsins. Píramídinn stækkar, þangað til ekki eru fleiri kaupendur. Síðasta stigið tapar, hinir græða. Lengi á Íslandi.
Ponzi kerfi er sú aðferð að taka við peningum og borga þeim strax til baka. Féð er aldrei fjárfest, heldur notað til að borga næsta manni. Í lokahrinunni tekur handhafi kerfisins við miklum fjármunum og lætur sig síðan hverfa.
Neytendasögur, sem fela í sér svindl, verða að vera nákvæmlega unnar. Sanngirni og jafnvægi eru möguleg í slíkum sögum. Vönduð vinna á þessu sviði getur haft mikil áhrif. Sumar kvartanir neytenda eru hefndaraðgerðir, sem eiga ekki við rök að styðjast.
Blaðamenn leita að fórnardýrum og fá þau til að koma fram og segja sögu sína. Þeir tala við sérfræðinga og þá, sem reka hliðstæða þjónustu á sómasamlegan hátt, þeir finna einstaklinga og fyrirtæki, sem ítrekað valda neytendum vandræðum.
Dæmi um rannsókn: Blaðamaður kannar verðlag hjá viðgerðarmönnum miðstöðva. Þeir láta óháða sérfræðinga meta miðstöðvarnar og kalla síðan í hvern viðgerðarmanninn á fætur öðrum, sem væntanlega segja hana ónýta.
Frásagnir allra aðila eru notaðar í söguna, sem sýnir ástandið í greininni, en lesendur eru sjálfir taldir geta metið niðurstöðuna. Margar sögur á 60 Minutes eru af þessu tagi. Neytendamál eru algeng á sjónvarpsstöðvum.
Strompahristir er svindlari í stétt viðgerðarmanna, sem bankar upp á og segist hafa séð galla á strompinum utan af götu. Ef honum er hleypt upp á þak, hristir hann strompinn, þangað til eitthvað bilar. Eða skópússari sem slettir skít á skó.
Dæmi um rannsókn: Blaðamaður kannar mat bílaviðgerðarmanna á viðgerðarþörf bíls og verðinu á viðgerðinni. Helmingur viðgerðarmanna ýkti þörfina stórlega og sumir reikningar voru ótrúlega háir. Neytendur voru algerlega varnarlausir.
Brant Houston, Len Bruzzese & Steve Weinberg,
The Investigative Reporter’s Handbook
A Guide to Documents, Databases and Technologies
4th Edition
2002