0839
Ritstuldur
Brent Walth:
Ég helt, að með viljastyrk einum gæti ég orðið kennarinn, sem leiddi nemendur burt frá ritstuldi.
Flestir kennarar sögðu mér, að ritstuldur væri útbreiddur. En mér brá, þegar ég varð í tvígang var við hann. Ég ræddi við nemendur um “ekta” og fékk innantóm augu. Þeir skildu alls ekki ritstuld, ekki einu sinni eftir að ég hafði útskýrt hann.
Ef þú setur nafn þitt við efni, er tilgangurinn að staðsetja ábyrgð. Það segir lesandanum nafn þess, sem staðfestir, að eftirfarandi efni sé rétt, upprunalegt og ekta.
Ég fór á vefinn. Innan 30 mínútna hafði ég fundið sex kafla úr Wikipedia og tvo kafla úr kennslubókinni. Sumt var orðrétt eins, annað var lítillega breytt. Nemandinn varðist hraustlega og neitaði að viðurkenna neina sök. Hún sýndi alls enga iðrun.
Það kom í ljós, að þetta var algengt. Kennarar fá vænisýki og gruna saklausa nemendur. En hinir seku vekja á sér athygli. Þeir sýna lítinn áhuga á vinnu og lagast ekki við áminningu. Þeir nefna heimildirnar og það er auðvelt að rekja svindl þeirra.
Margaret Engel:
Ritstuldur í bókaútgáfu.
Dagblöð eru full af fréttum um fólk, sem leynir glæpum sínum, en þau þögðu um þennan glæp.
Okkur kom á óvart, hversu blindir menn eru á ritstuld í bókaútgáfu. Við töluðum við okkar útgefanda, samband var haft við þjófinn, sem reif bara kjaft. Við fórum til New York að skýra málið fyrir lögmanni. Hann sagði ekki taka því að elta málið uppi.
Að lokum fékkst hann til að senda bréf. Í sáttaumleitunum kröfðumst við þess, að þjófnaðurinn yrði viðurkenndur skriflega. Fá dæmi eru um slíka kröfu. Omerta bókaútgefenda gerir þjófum kleift að halda uppteknum hætti.
Eftir mikið harðfylgi í marga mánuði höfðum við sigur. Við sendum viðurkenninguna til hundruða fjölmiðla, en ekki einn einasti birti frétt af henni. Öllum var sama.
Vandi af þessu tagi magnast í blogginu, þar sem menn krækja, klippa og líma að vild. Ólíklegt er að margir fengju samviskubit yfir að vera staðnir að slíku. Fólkið tapar, af því að traust og ábyrgð hverfur. Ritstuldur rýfur trúnað milli höfundar og lesanda.
Judy Miller: Ritstuldur fékk nýtt nafn á vefnum.
Nemendur í blaðamennsku sáu, að hálum tíma fylgir hált orðaval. Bloggari les grein, breytir nokkrum orðum, og birtir sem sína eigin. Hvað ætli margir geri slíkt án þess að upp komist?
Endurnýting þarf ekki að vera þjófnaður. Hugtakið er hins vegar misnotað af útilegumönnum í villtu vestri vefsins. Þeim finnst í lagi að grípa efni annarra og setja það í eigið blogg. Fyrir mér er það ritstuldur.
Nemendur mínir skildu þetta, þegar grein þeirra í News21 var tekin upp í heilu lagi á Buzzle.com. Þar var sagt, að greinin væri unnin þar á ritstjórn. Buzzle sagði þetta ekki ritstuld, heldur “endurvinnslu” og “annars stigs heimild”. Hugtök eru hál.
Árið 2006
Fyrirlesarar málþings
Nieman Report,
Goodbye Gutenberg, 2006
Susan Albright,
leiðarasíðustjóri Star Tribune í Minneapolis.
Tom Bettag,
sjónvarpsframleiðandi hjá Discovery channel.
Eric Blom,
greinastj. Portland Press Herald.
Neil Chase,
ritstjóri veffrétta við N. Y. Times.
Chris Cobler,
útgefandi Greeley Tribune.
Randy Covington,
forstjóri IFRA Newsplex við University of South California og prófessor við USC.
Craig Cox,
ritstjóri Twin Cities Daily Planet.
Kevin Cullen,
fréttamaður hjá Boston Globe.
William Dietrich,
greinahöfundur hjá Seattle Times.
Margaret Engel,
forstjóri Alicia Patterson Found.
Ellen Foley,
vefritstjóri Visconsin State Journal.
Ralph Gage,
framkvæmdastjóri The World Company.
Bob Giles,
málþingsstjóri.
Ulrik Haagerup,
aðalritstjóri Nordjyske Media í Álaborg.
Lee Hancock,
fréttamaður Dallas Morn. News.
Joe Howry,
ritstjóri Ventura County Star í California.
Morris Jones,
kennari við Deakin University í Ástralíu.
Gary Kebbel,
fréttaframtaksmaður hjá Knight Foundation, áður fréttastjóri vefmiðla.
Bill Kovach,
prófessor og formaður Committee of Concerned Journalists, höfundur The Elements of Journalism.
Luwei (Rose) Luqiu,
bloggari og framkvæmdastjóri Phoenix Satellite Televison.
Rebecca MacKinnon,
stofnandi Global Voices og háskólakennari við Harvard háskóla.
Philip Meyer,
prófessor við University of North Carolina og höfundur bókarinnar The Vanishing Newspaper.
Dean Miller,
ritstj. Post Register í Idaho Falls.
Judy Miller,
prófessor við University of Southern California.
Mark Miller,
ritstjóri Dallas Morning News og síðar ritstjóri við Newsweek.
Craig Newmark,
stofnandi og ritstjóri Craigslist.
Geneva Overholser,
prófessor við Missouri School of Journalism.
Jon Palfreman,
sjónvarpsmaður og prófessor við University of Oregon.
Robert G. Picard,
prófessor við Jönköping háskóla.
Francis Pisani,
álitsgjafi, bloggari og háskólakennari við University of California í Berkeley og við Stanford University.
Michael Riley,
ritstjóri Roanoke Times.
Watson Sims,
fyrrum ritstjóri New Brunswick Home News.
John Solomon,
forstjóri rannsóknablaðamennsku í margmiðlun hjá AP.
Paul E. Steiger,
ritstjóri Wall Street Journal og varaforseti Dow Jones.
Jane Ellen Stevens,
freelance multimedia journalist.
Fons Tuinistra,
fjölmiðlunarráðgjafi í Kína.
Brent Walth,
fréttamaður á Oregonian.
Edward Wasserman,
prófessor við Washington og Lee háskólann.
Steve Yelvington,
vefritstjóri hjá Morris Communications.
Joe Zelnik,
ritstjóri Cape May County Herald.
Ethan Zucherman,
stofnandi Global Voices og háskólakennari við Harvard háskóla.