5120 Vantar gangráðinn

5120

Þegar
gangráðinn
vantar

Innkaupavenjur mínar
* Daglega kaupi ég nýjan fisk í Hafbergi og gróft brauð í Bernhöft, hvorugt með iðnaðarsalti.
* Í Krónunni kaupi ég ferskt grænmeti og ferska ávexti og í Melabúðinni hreint kjöt.

* Kaupi helzt ekki mat í glösum eða dósum eða pökkum.
* Vel lífrænt ræktað, ef það fæst.
* Mun örugglega ekki kaupa erfðabreytt.
* Lízt illa á verksmiðjuiðnað matvæla.
Enda sýnir reynslan af iðnaðarsalti í mat, að þar eru bjánar og bófar að verki.

* Því kaupi ég aðeins ítalska gæðaskinku og eingöngu franskan eða ítalskan gæðaost.
* Íslenzkri framleiðslu treysti ég alls ekki, því að hún er siðlaus.
* Matvælaeftirlitið er skrípó hér á landi.

Handónýtt eftirlit
Aðgengi að góðum og hollum mat er of lítið hér á landi, minna en í nálægum löndum.
Þar blómstra útimarkaðir og smásala beint frá bónda.
Hér treystir kerfið ekki bændum, en leggur sig í líma við að þjónusta verksmiðjuiðnað.

Ég treysti engu, sem er í pakkningum.
Og trúi varla orði af því, sem stendur í innihaldslýsingum.
Enn minni trú hef ég á, að opinberi eftirlitsiðnaðurinn stundi neitt eftirlit að gagni.
Og alls enga trú á, að hann segi neytendum af frávikum.

Þetta kann að skána, ef við göngum í Evrópusambandið, en ég hef ekki trú á, að af aðild verði.
Þarf því áfram að vera á verði í búðum.

Allt er reynt
Tilraunir til að ná tökum á matarfíkn verða stundum tryllingslegar.
Fólk kaupir hverja megrunarbókina á fætur annarri og tekur hvern galdrakúrinn á fætur öðrum.

* Það hefur farið á heilsuhæli og líkamsræktarstöðvar, svo og sérhannaðar megrunarstöðvar.
* Eytt stórfé í galdralyf af ýmsu tagi, ólögleg jafnt sem lögleg.
* Gengið þrautagöngu milli megrunarlækna, þarmaskurðlækna, sprautulækna og ráðgjafa af ýmsu tagi.

* Fólk hefur fastað, kastað upp, látið sig laxera.
* Það hefur jafnvel flutzt í aðra bæi eða önnur lönd til að skilja fíknina eftir heima.
* Oftast vill bara svo til, að ekkert af þessu virkar.

Þegar gangráðinn vantar
* Flestir hafa innbyggðan gangráð í heilanum, sem segir þeim, hvenær komið sé nóg af mat.
* Hjá öðrum öðrum dofnar gangráðurinn með aldrinum og þeir fara að bæta á sig.

Sumir þyngjast um kíló á ári eftir fertugt, ef ekkert er að gert.
Svo eru aðrir, sem hafa alls ekki þennan gangráð, vita ekki, hvenær þeir eiga að hætta að borða.
Þetta hvort tveggja skýrir mikið af ofþyngd og offitu í nútíma samfélagi, sem einkennist af lítilli hreyfingu.

Þeir, sem ekki hafa gangráðinn, verða að koma sér upp ytri aðferðum til að hafa hemil á sér.
Verða að átta sig á matarþörf sinni og koma sér upp aga í mataræðinu.

Lífsstíll gegn offitu
Offita Vesturlandabúa stafar af röngu mataræði og hreyfingarleysi.
Til að losna við vandann þarftu að skipta um lífsstíl.

* Þú þarft líka að koma upp kerfi, sem leysir af hólmi bilaðan gangráð heilans,
sem ekki lengur segir þér, hvenær sé komið nóg.
* Í þessari bók er farið yfir vandann í heild.
Bent er á ýmsar leiðir, sem gefa þér nýjan lífsstíl, meiri yfirsýn í mataræði, breyttan persónuleika.

Allt þetta þarf til að ná tökum á offitu og ofþyngd.
Reglurnar hér byggjast á eigin reynslu minni, reynslu annarra, sem hafa við sama vanda að stríða og á þeirri þekkingu, sem vísindin hafa fært okkur.

Leystu glataðan
gangráð af hólmi