Árið 2002 stofnaði Jamie Oliverr kokkaskóla fyrir vandræðaunglinga og mannaði veitingahúsið Legacy með þeim. Skólinn er nú rekinn í nokkrum löndum. Árið 2005 gerði Jamie rusk í skólamat Breta með að framleiða hollan mat fyrir 37 pens. Framtak hans bætti skólamat í Bretlandi til langframa. Árið 2008 fór hann í átak til að bæta mataræði í Rotherham. Margir bæir taka nú þátt. Árið 2010 réðst Jamie gegn sykri og offitu með kennslu í hollri matreiðslu. Nú hamast Jamie við að búa til almennan skóla fyrir vandræðaunglinga, sem duttu úr námi. “Nakti kokkurinn” er frábærlega ofvirkur.