5121 Tíu kleinur hurfu

5121

Tíu kleinur hurfu

Takmarkaður árangur
* Þegar ég hætti að reykja og hætti að nota áfengi, breyttust aðstæður mínar og ég tútnaði út.
* Að hluta stafaði það af eirðarleysi, eins konar skorti á fíkniefni.
Matur kom mér í stað áfengis og tóbaks.

* Samkvæmt góðri reynslu af lífi hins óvirka áfengissjúklings taldi ég eðlilegt að leita sömu leiðar til að losna undan matarfíkninni.
* Það gekk vel tæpan áratug, þótt árangur væri ekki eins góður og áður á Atkins Diet Revolution.

* En smám saman dró úr kraftinum og ég sökk dýpra í matinn.
* Svo fór, að ég komst í 125 kíló árið 2008 og stefndi greitt að stórfelldu heilsufarsslysi.
* Var ekki nógu vel búinn undir samhjálp fíkla.

Tíu kleinur hurfu
Þegar ég fór austur fyrir fjall, kom ég stundum við á benzínstöð og keypti pakka með tíu vondum verksmiðju-kleinum.
Opnaði pakkann og hafði hann við hliðina á mér í framsætinu.

Drap tímann á leiðinni með að maula kleinur.
Þegar ég var kominn upp í Hreppa, var ég búinn með pakkann.
Hafði étið tíu vondar kleinur.
Hafði innbyrt 2500 kaloríur á leiðinni, miklu meira ég má éta af samanlögðum mat á einum degi.

Samt fór ég að elda mat, þegar ég var kominn á leiðarenda.
Þetta var auðvitað fáránleg hegðun.
Hún skýrist bara af hömluleysi.
* Ekkert sagði mér, að komið væri meira en nóg.
* Enda er ég matar- og átfíkill.

Þrengir svigrúmið
* Aðferðir samhjálpar matarfíkla gögnuðust mér ekki nóg fyrr en ég lærði að halda matardagbók.
* Það gerði ég á Reykjalundi í eftir-meðferð að lokinni skurðaðgerð.

* Dagbókin takmarkaði svigrúm mitt til að fara út af brautinni.
* Í báðar áttir. Kom ekki bara í veg fyrir, að ég borðaði of mikið, heldur líka að ég borðaði of lítið.
* Slíkt ruglar nefnilega líkamann svo, að hann heldur sig vera kominn í fangabúðir.

Það hefur slæmar hliðarverkanir.
* Matardagbókin skapaði mér þröngan ramma, sem fór vel saman við endurnýjuð kynni mín af ágætri aðferð samtakanna OA, GSA og FA.
Enda nota þar margir slíka matardagbók.

Kvillarnir hurfu
* Það gerbreytti lífi mínu að léttast úr 125 kílóum niður í 89.
* Núna lifi ég heilsulífi, borða fjölbreyttan mat, ferskan fremur en úr verksmiðjum.
Hreyfi mig mikið og svitna í ræktinni á hverjum degi.

* Hef losnað við ýmsa kvilla, sem voru farnir að gera vart við sig meðfram offitunni.
* Er hættur að hrjóta á nóttunni og hnerra á morgnana.
* Hef losnað við vetrarhreistur og kláða á húðinni.

* Gyllinæð angrar mig ekki lengur og þarf ekki lengur að taka inn trefjar til að jafna hægðir.
* Ég þarf ekki að taka inn svefn-töflur og ég sofna hvenær sem er.
Margt smátt af slíku tagi gerir eina stóra vellíðan.

Hundrað kaloríur á dag
* Samkvæmt reynslunni er kaloríu-jafnvægi mitt 1700 kaloríur á dag miðað við aldur og þyngd.
Miklu færri en vísindin halda fram.
* Það er eftir að hafa brennt 500 kaloríum á dag í ræktinni.

* Skynsamlegt er að vera alls ekki meira en 100 kaloríum á dag undir jafnvægi.
* Það þýðir neyzlu upp á 1600 kaloríur á dag, ef ég stunda líkams-þjálfun upp á 500 kaloríur á dag.
* Sú neyzla léttir mig um 250 grömm á viku, eitt kíló á mánuði.

* Það er meira en nóg, enda hef ég nægan tíma.
* Harðara átak mundi bara leiða til varnaraðgerða líkamans og á endanum til uppgjafar minnar.
* Vertu því rétt undir ráðlögðum kaloríuskammti þínum, það er farsælla en átakið.

Tíu kleinur
hverfa ekki