5128 Gallaðar leiðir

5128

Matarkúrar eru gallaðir

Hver dagur öðrum líkur
* Hversdagsleikinn hentar matarfíkli betur en veizlufrávik.
* Virkir dagar færa þér þá festu, sem þú þarft. Hver dagurinn rekur annan í mataræði, þar sem góður vani eflir góðan vana.

* Oft setja frávikin hins vegar allt úr skorðum.
* Smákökur hjá frænku geta sett líf þitt á hvolf.
* Góður vani í góðri festu í góðum lífsstíl kemur sér bezt.
* Þannig líður dagur eftir dag, vika eftir viku og mánuður eftir mánuð.

* Góður vani fækkar orrustum, sem þú þarft að heyja.
* Þótt matarfíkn sé meira en vondur vani, hjálpar góður vani samt við að verja batann.
* Góður vani er ekki sjálf lausnin, en hjálpar til við lausn vandans.

Ekki vanmeta vandann
* Jólin gefa þér gott tækifæri til að meta stöðuna.
* Margir vanmeta vanda sinn og gera lítið úr fíkninni.
* Á jólunum geturðu séð, hvar þú ert staddur, oft verr en þú heldur.

Ef þú átt erfitt með að renna inn í hversdagsleikann að loknum jólum, er líklegt, að þú sért matarfíkill.
Því erfiðari, sem staða þín er, þeim mun líklegra er, að þú þurfir að strika sum matvæli burt úr lífinu.
Einkum viðbættan sykur og fínmalað hveiti og vörur, sem innihalda þessi efni.

Ef þú ræður við jólavandann án þess að grípa til slíkra aðgerða, er það gott mál.
En reyndu fyrir alla muni að forðast að vanmeta erfiðleikana, sem þú átt við að etja.

Einhæfir og óhollir
* Sameiginlegt einkenni flestra matarkúra er, að þeir boða einhæfa neyzlu, sérvizkulega neyzlu.
* Þú þarft hins vegar fjölbreytta fæðu í samræmi við meðmæli Lýðheilsustöðvar.

* Næringarlega eru kúrar yfirleitt slæmir og auk þess virka þeir yfirleitt ekki til langframa.
Mest eru þeir notaðir í nokkurra daga dellum.
* Vinsælastir eru þeir, sem draga úr vökva líkamans til að byrja með og sýna hagstæðar tölur á baðvigt fyrstu dagana.

* Einhæf neyzla framkallar svo svengd og leiðir til ofneyzlu, sem síðan leiðir til leitar að næsta kúr. Þann vítahring þarf að stöðva strax.
* Tækin til að stöðva hann eru matardagbók, næringarfræði, samhjálp fíkla með reynslu og persónubreyting þín.

Tímasprengja matarkúranna
Af ýmsum ástæðum virka matarkúrar ekki.
* Sumir halda niðri fitu og framkalla þrá í fitu.
* Flestir viðhalda þeir þráhyggju um meiri mat og fyllingu.

* Fæstir breyta þeir hugarfari og persónu fíkilsins til betri vegar.
* Yfirleitt virka matarkúrar eins og tímasprengja, líta vel út fyrstu dagana, en leiða síðan til sprengingar.
* Matarkúrar eru oftast jó-jó og afleiðingin er síbreytileg þyngd.

Þeir, sem ekki hafa gangráðinn, verða að koma sér upp ytri aðferðum til að hafa hemil á sér.
Verða að átta sig á matarþörf sinni og koma sér upp aga í mataræðinu.

Ófullkomin næringarfræði
Vísindin eru ófullkomin.
Hafa að vísu gefið okkur kaloríutalningu, sem segir okkur, hversu mikið við megum innbyrða.
En þau gefa okkur ekki vörn gegn fíkn, sem fær okkur til að bregðast góðum áformum.

* Fíkn er veruleiki, þótt hún sé tæpast vísindalegt hugtak.
* Fjöldi manna veit af sárri reynslu, að góður ásetningur fer út um þúfur vegna neyzlu svengdaraukandi fæðu.
* Það getur verið misjafnt, hvað eykur svengd.

* Flestir tala þó um sykur, hveiti og sterkju sem fíkniefni, svo og tilbrigði af þessu þrennu.
* Fylgir þú reynslu fjöldans, geturðu náð tökum á fíkninni.
* Þann póst vantar í næringarfræðina og sömuleiðis í margar megrunaraðferðir.

Matarkúrar
eru gallaðir